Heimilispósturinn - 15.03.1950, Side 16

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Side 16
atriði. Ég var í þann veg- inn að loka glugganum mínum, þegar ég kom auga á eitthvað, sem logaði eins og blys, fyrst skrípafífl, svo einskonar trúð, sem varla gat staðið á fótun- um, og var leiddur af fíflinu og konu í loddarabúningi. Kon- an var með flauelsgrímu fyrir andlitinu. Þessi litli hópur þokaðist áfram með erfiðismunum. Drukkni trúðurinn var hörmu- legur útlits, og hann var enn vesældarlegri vegna þess, að hann bar hvíta grímu, sem langt, eldrautt nef skagaði fram úr. Fíflið var vandlega málað með hvítum farða og méli, og var hvorttveggja lag- ið svo þykkt, að það gerði and- lit hans óþekkjanlegt. Maðurinn með rauða nefið stappaði niður fótunum og streittist á móti, þegar félagar hans voru að draga hann á milli sín; konan var annars mjög vel vaxin. Fíflið hvíslaði hughreyst- ingarorðum í eyra hans, eins og prestur, sem hjálpar dauða- dæmdum manni til að ganga síðustu þungu skrefin að af- tökupallinum. ,,Sei, sei, Char- las, sagði hann, láttu nú ekki svona! Þú ert fullur! . . .“ Það er það, sem ég var að segja . . . Nú fylgjum við þér heim . . . Svona, reyndu nú að standa á löppunum! . . .“ Á eftir hinum þrem grímu- klæddu persónum komu nokkur af börnunum í nágrenninu hlaupandi og klöppuðu saman lófunum, þau höfðu aldrei séð neitt skemmtilegra. Þegar hersingin var komin á móts við gluggann minn, var augljóst, að trúðurinn með rauða nefið — sem, að grím- unni frátalinni, var klæddur sem þokkalegur borgari — var orðinn dauðadrukkinn, hann gat jafnvel ekki sett annan fótinn fram fyrir hinn. — Hvað er að sjá þetta, Charles! . . . sagði konan í loddarabúningnum með yndis- legri röddu. — Heyrðu, gamli Charles! . . . sagði fíflið, um leið og það reyndi að halda félaga sínum uppi. Þá sleppti konan taki sínu á manninum með rauða nefið, hann snarsnerist um sjálfan sig og féll á götuna, og togaði fíflið niður með sér í fallinu. — Hvert í heitasta . . . ! Ertu orðinn vitlaus ? sagði hann og stóð upp. Svo tók hann und- ir hendurnar á trúðinum, kom honum líka á fætur og reisti hann upp við vegginn, og þeg- ar hann sá, að hann var svo fullur, að hann féll strax fram yfir sig, gat hann komið honum til að setjast á stein fyrir utan við hlið eitt, með því að þvinga hann niður af öllu afli. Konan, sem neri saman hönd- unum, sneri sér að hinum ungu áhorfendum, sem voru einir sex eða sjö talsins og höfðu af þessu mikla skemmtun, og sagði: — Þið sjáið, að hann er veikur, börnin góð . . . Standið þið nú ekki hérna! En drukkni maðurinn, sem húkti á steininum, var allt of hlægilegur. Hann sneri hinni dauðu pappaásjónu með skringi- lega nefinu til himins. — Charles, sagði fíflið, nú förum við frá þér. Hann laut niður að félaga sínum pg endurtók: } 14 HEIMILISPÓSTURINN 2 2 2

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.