Heimilispósturinn - 15.03.1950, Qupperneq 23

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Qupperneq 23
þekkið nú smiðinn, sem á húsið þar sem kassinn stóð fyrir utan, sem við létum Ruggierí ofan í. Nú hefur smiðurinn komizt í klandur við þann, sem þykist vera eigandi kassans, því hann vildi fá fyrir hann peninga, en smiðurinn fullyrðir að hann hafi ekki selt kassann heldur hafi honum verið stolið nóttina áður. Þessu svaraði hinn þannig: „Það getur ekki verið rétt, því þú seldir taáðum okrurunum kassann, eða svo sögðu þeir mér í nótt, þegar ég kom til þeirra, þegar Ruggierí var tekinn fast- ur.“ Þá sagði smiðurinn: „Það er tilhæfulaust, því ég hef aldrei selt þeim kassann, en þeir hafa stolið honum frá mér í nótt, og við skulum fara til þeirra.“ Svo fóru þeir allir til veðlánaranna, og ég er komin aftur, og eins og þér getið skilið, veit ég hvernig Ruggierí hefur verið fluttur þangað, sem hann fannst, en hvernig hann hefur lifnað við aftur, er mér ráðgáta. Frúin skildi nú hvernig í öllu lá og sagði stúlkunni, hvað lækn- irinn hefði sagt henni og bað hana að hjálpa sér að frelsa Ruggierí, því það væri henni innan handar, aðeins ef hún vildi og gæti jafnframt sloppið við allan vanza. „Leggið þá á ráðin og ég skal sannarlega framkvæma þau. Frúin, sem ekki leið betur en þótt hún hefði verið í henging- arólinni, var ekki sein á sér að taka ákvörðun, sem hún út- skýrði vandlega fyrir stúlkunni, sem fór strax til læknisins og sagði grátandi: „Herra, ég verð að biðja yður fyrirgefningar á stórri synd, sem ég hef drýgt gegn yður.“ Vinsælustu leikarar barnanna Roy Rogers og Trigger. „Og hvað er það?“ spurði læknirinn, en stúlkan svaraði hágrátandi! „Herra, þér vitið hvílíkur maður Ruggierí frá Jerólí er, og þar eð hann fór að líta til mín hýru auga, hef ég á þessu ári trúlofast honum, bæði vegna þess að ég þorði ekki annað og svo var ég líka dálítið skotin í honum, og er hann hafði komizt að því í gærkvöldi, að þér voruð ekki heima talaði hann um fyrir § $ 9 HEIMILISPÓSTURINN 21

x

Heimilispósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.