Heimilispósturinn - 15.03.1950, Page 24
mér þangað til ég lét tilleiðast
að sofa hjá honum inni í her-
bergi mínu um nóttina, og er
hann varð þyrstur ætlaði ég að
sækja honum vatn eða vín að
drekka, en ég vildi ekki fara
inn í salinn, svo frúin yrði mín
ekki vör, og þá mundi ég eftir
að hafa séð vínflöskuna inni
hjá yður og hljóp þangað
inn eftir henni og gaf honum að
drekka, fór svo með flöskuna
aftur þangað sem ég hafði tekið
hana, og einmitt út af því voruð
þér svo reiður. Og ég viður-
kenni að ég breytti rangt, en
hver er sá, sem aldrei gerir það
sem hann á ekki að gera? En
mér þykir þetta mjög leiðinlegt,
einkum vegna þess, að nú ligg-
ur við að Ruggierí verði að
láta lífið fyrir þetta, og þess
vegna bið ég yður innilega um
fyrirgefningu, og að þér vilduð
lejda mér að fara og hjálpa
Ruggierí eftir því sem ég get“.
Læknirinn varð mjög undr-
andi, er hann heyrði þetta, en
lét sér þó nægja að skopast
dálítið að henni og sagði:
„Þú hefur, svei mér, ætlað að
detta í lukkupottinn er þú hefur
beðið ungs manns, er gæfi þér
gull og græna skóga, og hafa
svo ekki annað en múrmeldýr
upp úr krafsinu. Farðu þá og
frelsaðu unnusta þinn, en gættu
þess eftirleiðis að hleypa honum
ekki oftar inn í þetta hús, því
þá skaltu sannarlega eiga mig
á fæti.“
Stúlkunni fanst þetta byrja
vel, og flýtti sér nú allt hvað
hún mátti til fangelsisins. Þar
talaði hún svo vel fyrir sínu máli
við fangavörðinn að hann leyfði
henni að tala við Ruggierí. Er
hún hafði sagt honum hverju
hann skyldi svara dómaranum,
ef hann vildi sleppa frá þessu,
heppnaðist henni að fá áheyrn
hjá hinum stranga dómara.
En þar eð hún var ung og lag-
leg stúlka, vildi sá heiðursmað-
ur fyrst reyna að fá hana til að
bíta á sinn öngul, áður en hann
veitti henni áheyrn, og til þess
að hafa hann góðan, sleppti hún
öllum tepruskap í það skipti.
Og þegar kvörnin var orðin
tóm stóð hún upp og sagði:
„Herra, Ruggierí frá Jerolí
hefur verið handtekinn, sem
þjófur, en það er hann alls
ekki.“
Svo sagði hún honum alla
söguna frá upphafi til enda, að
hún væri kærastan hans og
hvernig honum hefði verið
laumað inn í húsið og að svo
hefði hún gefið honum svefn-
meðal í þeirri trú, að það hefði
verið vatn, og komið honum því
næst ofan í kassa af því hún
hefði álitið að hann væri dáinn.
Því næst sagði hún frá því, sem
eigendur kassans hefðu sagt
smiðnum, og var það skýring
á því, hvers vegna Ruggierí var
kominn inn í hús veðlánaranna.
Dómarinn sá strax að það var
auðvelt að komast að raun um
sannleikann í þessu máli og yfir-
heyrði bæði lækninn, smiðinn,
eigendur kassans og okrarana,
og við það fékk hann staðfest
að okrarnir hefðu í byrjun næt-
ur stolið kassanum og farið
með hann heim til sín. Að síð-
ustu sendi hann boð eftir Ruggi-
erí og spurði hann, hvar hann
hefði verið síðustu nótt. Hann
svaraði því til, að það væri sér
ekki ljóst, en hann myndi vel
að hann hefði farið út til að
gista hjá þjónustustúlku meist-
22
HEIMILISPÓSTURINN
5 9 9