Heimilispósturinn - 15.03.1950, Side 25

Heimilispósturinn - 15.03.1950, Side 25
ara Mazzeosar, og í hennar her- bergi hefði hann drukkið vatn, hann hefði verið svo þyrstur, annars myndi hann aðeins, að hann hefði vaknað í kassa í í húsi veðlánaranna. Dómaran- um var nú innilega skemmt og lét bæði vinnukonuna, Ruggierí. smiðinn og veðlánarana endur- taka framburð sinn. Að endingu dæmdi hann okrarana í tíu gull flórína sekt, af því þeir höfðu stolið kassanum, en lét Ruggierí lausan, Yfir því varð hann auðvitað glaðari, en orð fá lýst, og frúin hans alveg frá sér numin. Gerðu þau, og einnig þernan góða, oft og mörgum sinnum að gamni sínu yfir því hve áfjáð hún hefði verið að gefa honum nokkrar hnífstungur að skiln- aði, en allt varð þetta til að margfalda ást þeirra og gagn- kvæmt traust. Ef eitthvað því- líkt mætti einnig koma fyrir mig, þó að kassanum undan- skildum. Eins og fyrstu sögurnar höfðu fyllt brjóst ungu stúlknanna af sorg, þannig fengu þær nóg hlát- ursefni af frásögn Dioneos, ekki sízt yfir bragði dómarans, svo þær tóku brátt gleði sína aftur eftir þá hryggð, er hinar sögurnar höfðu vakið hjá þeim. Er konungurinn jafnframt veitti því eftirtekt, að birta sól- arinnar tók að dvína, og völd- um hans var að verða lokið, bað hann stúlkurnar, með mörg- um fögrum orðum, um fyrir- gefningu á því, að hann skyldi hafa látið þær segja frá svo raunalegu efni, sem ógæfu í ástamálum. Því næst stóð hann r;$ 9 9 upp, tók lárviðarsveiginn af höfðinu, og setti hann, meðan hin biðu full eftirvæntingar, með fögrum orðum á ljósgullna lokka Fiammettu: ,,Ég rétti þér kransinn", sagði hann, vegna þess að þér mun takast betur en nokkrum öðrum, að hughreysta vinkonur okkar, eftir alla þá raun, sem ég hef lagt þeim á herðar á þessum degi. Fiammetta, sem hafði Ijósgult hár, er féll í lausum lokkum niður um hvítar, ávalar herðar, svaraði þá, og bros lék um lít- inn munn og rauðar varir, sem líktust rúbínum er blikuðu milli hvítra lilja og rauðra rósa í stjörnuskini tindrandi augna: — Filostrato, ég meðtek með gleði og ánægju lárviðarsveig þennan, og svo að þú getir bet- ur séð, hvað þú hefur gert, býð ég nú og skipa svo fyrir, að sérhvert okkar skuli vera skyld- ugt til að segja frá þeim laun- um, er elskendum hlotnast að lokum, eftir ýmsar raunir og erfiðleika, sem örlögin hafa lagt þeim á herðar. — Þessi uppástunga féll honum vel í geð. Því næst lét hún kalla á yfirbrytann, og er hún hafði gefið honum nauðsynleg fyrir- mæli, gaf hún öllum orlof fram til kvöldverðar. Um kvöldið söfnuðust allir, eins og venja var til, saman við hinn fagra gosbrunn og neyttu þar dýrlegra rétta, ör fram voru bornir með mestu prýði. Að máltíð lokinni stóðu allir upp frá borðum og, eins og venja þeirra var, hófst nú söngur og dans og Filomena færði upp dansinn, en drottn- ingin mælti á þessa leið: — Það er ekki ætlun mín að 23 HEIMILISPÓSTURINN

x

Heimilispósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.