Vinnan


Vinnan - 01.11.1949, Síða 16

Vinnan - 01.11.1949, Síða 16
María Pétursdóttir .vinna fyrir lægra kaup en ofannefnd auglýsing ákveður/ Atvinnurekendur neituðu algjörlega að fara að nokkru eftir þessum kauptaxta, heldur sögðust mundu láta vinna eftir þeim taxta, er þeir hefðu áð- ur boðið. Nú var úr vöndu að ráða. A fiskstöðvunum vann alls staðar mikið af ófélagsbundnu fólki, konum og körlum; því engu félagi hafði þá tekizt með samningi að tryggja forgangsrétt sinna félaga til vinnu. Trúin á mátt samtakanna, skilningurinn á nauðsyn þeirra, voru að vonum ekki vöknuð til fulls hjá mörgum fé- lagskonum. Þá var kvíðinn fyrir atvinnumissi og ótt- inn við „reiði keisarans", rík í hugum margra, þar sem heldur gat ekki verið að ræða um neinn fjárstyrk frá neinum, ef til langvinnrar deilu kæmi. Allt þetta varð þess valdandi, að stjórn Framsóknar þóttist sjá fram á, að erfitt mundi verða fyrir þær einar að knýja fram verkfall á öllum vinnustöðvum og leitaði því fulltingis hjá stjórn Alþýðusambands íslands. Einnig sneru konur sér til verkamannafélagsins Dagsbrúnar og fóru þess á leit, að það félag bannaði meðlimum sínum að ganga í vinnu, sem konur hyrfu frá, vegna þessarar deilu. Stjórn Alþýðusambandsins boðaði á sinn fund stjórn Framsóknar og stjórn Dagsbrúnar 11. marz, til þess að ræða um hvað gera skyldi. „Engar ályktanir voru þó gerðar að því sinni, en fundinum haldið á- fram daginn eftir. Því var ákveðið að reyna að stöðva vinnu á þeim fiskverkunarstöðum, þar sem unnið var. Eftir fundinn fóru þrír menn úr stjórn Dagsbrúnar ásamt konum úr stjórn Framsóknar á nokkrar stöðv- ar.“ Tókst að stöva vinnu á sumum þeirra, en á öðr- um höfðu verkstjórar tekið það ráð, að láta húsin skýla sér og sínum fyrir óaldarflokkunum, sem að þeim sóttu. Var rambyggilega gengið frá lokum á hurðum og þær ekki dregnar frá, þótt fast væri knúð- ar. Var því ekki einu sinni hægt að fá stúlkurnar til viðtals alls staðar, enda ekki talið óhætt að hleypa þeim að loknum vinnudegi út um hinar venjulegu dyr, því að þar mátti búast við að óvinurinn lægi í leyni, heldur var sagt, að gluggarnir hefðu komið í góðar þarfir. Þann 14. marz var fundur í Dagsbrún og samþykkt svohljóðandi fundarályktun: „Krefjist stjórn Alþýðusambandsins þess, er stjórn Dagsbrúnar heimilt að stöðva uppskipun, enda standi sambandsstjórn fyrir kaupdeilunni.“ Sama dag átti sambandsstjórn fund með stjórn Dagsbrúnar og lagði fyrir hana þessa spurningu: „Er það vilji og álit stjórnar verkamannafélagsins Dagsbrún, að Dagsbrúnarmenn geri verkfall nú þeg- ar til stuðnings verkakvennafélaginu Framsókn og stöðvi uppskipun úr togurum, ef verkakvennafélagið óskar þess?“ Þessari spurningu svaraði stjórn Dagsbrúnar þann- ig; „Stjórn Dagsbrúnar álítur, að samúðarverkfall af hendi Dagsbrúnar geti orðið til þess, að draga félag- ið inn í kaupdeilu, sem gæti orðið þess valdandi, að kaup verkamanna lækkaði úr því sem nú er. Þrátt fyr- ir það vill stjórn Dagsbrúnar gera samúðarverkfall til stuðnings verkakvennafélaginu Framsókn, ef sam- Svafa Jónsdóttir 174 VINNAN

x

Vinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.