Vinnan - 01.11.1949, Page 28
Beltisclráttarvél
maðurinn vildi ekki rjúpurnar og kvað þær skemmd-
ar. En bóndi maldaði í móinn og sagði: „Haldið þér
ekki, að það séu partar í þeim?“ Kvæði Vilhjálms
eru eins og skemmdar rjúpur. En það eru partar í
þeim. Og kvæðið „Við tvö og blómið,“ er allt að því
Það vex eitt hlóm á bak við húsið mitt
í björtum reit á milli grárra veggja.
Og þó að blómið sé ei blómið þitt,
á blómið skylt við hjörtu okkar beggja.
Sjá morgun hvern, er morgunsólin skín,
er mynd vor búin litum þess og angan.
Því okkar hjörtu eru eins og vín
og einnig blómsins sál er vín og angan.
Og morgun hvern, er morgunsólin skín
er mildir geislar ungu blöðin kitla,
ég minnist þess, að það var stúlkan mín
og þögul tárin fálla á blómið litla.
Þá er upphaf kvæðisins „Tvö veglaus börn“ hér
um bil tær lyrik:
Tvö lítil börn að leik í hvítum sandi,
með Ijóð í svip,
og tóna á vör, sem fagur frelsisandi
bjó fegurst gríp.
Tvö dreymin hjörtu, er drögu burt frá landi
sín draumaskip.
Vilhjálmur frá Skáholti kemst oft svo grunsamlega
nálægt því að vera gott skáld, að maður freistast
nærri til að trúa honum, þegar hann segir:
,Því ég hef kvalizt meira en margur hyggur.“
En því í dauðanum „skrifar“ hann það þá ekki
„á blað?“ Hvað dvelur Orminn langa?
Það er dálítið freistandi að gera ofurlítinn saman-
burð á skáídunum Vilhjálmi frá Skáholti og Steini
186
VINNAN