Stefnir - 01.03.1951, Page 23

Stefnir - 01.03.1951, Page 23
MENN OG MALEFNI. Jón á Reynistað Á hinu forna höfuðbóli, Reyni- stað í Skagafirði, situr Jón Sig urðsson, alþingismaður, að óðali sínu. Þar er hann einnig fæddur og uppalinn. Hann er sonur Sigurðar Jóns sonar, bónda á Reynistað, er þar hóf búskap árið 1887. Faðir Sig urðar var Jón Hallsson, próf- alstur, sem keypt hafði jörðina árið 1872 af dánarbúi Einars umboðsmanns Stefánssonar. Kona Sigurðar var Sigríður Jónsdóttir, bónda í Djúpadal í Skagafirði. Að Jón á Reynistað standa þannig, traustar skagfirzkar bændaættir. Menntun og skólavist. Aðeins fjórtán ára gamall sett- ist Jón í Gagnfræðaskólann á Akureyri. Tók hann þar gagn- fræðapróf árið 1904. Næsta ár stundaði hann búfræðinám við bændaskólann á Hólum og út- Iskrifaðist þaðan vorið 1905. Ár- ið eftir sigldi hann til Danmerk- ur og gekk árið 1906—1907 á lýðháskólann í Askov. Að því námi loknu stundaði hann verk- legt búnaðarnám í eitt ár í Dan- mörku og Noregi. Árið 1908 kom hann svo heim og gerðist ráðs- maður á búi föður síns. Jón á Reynistað hlaut þannig óvenju- lega góða menntun í æsku. Að- eins tvítugur að aldri hafði hann lokið gagnfræðanámi, tekið próf við bændaskóla, sótt framhalds- nám í erlendum lýðháskóla og Stundað verklegt búfræðinám í tveimur nágrannalandanna. Hinn ungi ráðsmaður á Reynistað var þannig ágætlega menntaður mað- ur og sérstaklega hæfur til þess að taka síðar við búsforráðum á þesssu norðlenzka höfuðbóli. Bóndi á ReynistaS. Reynistaður hefur frá fornu fari verið eitt helzta höfuðból Skagafjarðar. Þar sat Gissur jarl Þorvaldsson, þar var Etofnsett klaustur, og þar sátu sýslumenn Skagfirðinga löngum. Lega stað- arins gerir hann einkar vel til

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.