Stefnir - 01.03.1951, Page 69

Stefnir - 01.03.1951, Page 69
ERLENDIR STÓRNMÁLALEIÐTOGAR 67 hinúm almennu kösningum 1906, þegar sprengingin mikla varð í íhaldsflokknum, var hann svo kjörinn sem frambjóðandi frjáls- lyndra í Norð-Vestur Manches- ter. Þegar hann svo tveim árum síðar varð að leita endurkosn- ingar, vegna þess að hann tók við viðskiptamálaráðherraem- ar Jósep Chamberlain kastaði hjettinu, felldu Manchesterbúar hann. Þessi ósigur var mikið á- fall fyrir stjórnina, en olli íhaldsmönnum mikillar gleði. Churchill leitaði nú hælis í Dun- dee, sem þá var öruggt kjördæmi Frjálslyndaflokksins, og þar hélt hann velli í fimm kosningum á fjórtán árum. I KOSNINGUNUM fyrri hluta þessa tímabils, var C'nurchill miskunnarlaust „undir kvenna- stjórn“ hinna stríðandi kvenrétt- indakvenna. í öllum kosningui? í Dundee mætti hann einnig and- stöðu og ofsóknum af hálfu Mr Scrymgeour, sem var ofstækis- fullur bannmaður. Svo komu fimmtu kosningarn- ar í Dundee árið 1922, eftir aJ samsteypustjórn Lloyd George var fallin og Churchill var at- vinnulaus, eftir að hafa haft em- bætti, samfleytt í fimmtán ár. Rétt áður en framboðsfundirn- ir byrjuðu, veiktist hann af botn- langabólgu og kom ekki til Dundee fyrr en tveimur dögum fyrir kosningarnar. Tuttugu og einum degi eftir uppskurðinn, með ógróið sár og ófær um að standa, var hann borinn í sjúkrastól upp á ræðu- pallinn til að ávarpa hinn geysi- stóra og hávaðasama mannfjölda. Straumurinn var gegn honum og hinn þrákelkni bannmaður náði kosningu, en Churchill varð fjórði. „Á einu andartaki,11 skrif- aði hann, „var ég stöðulaus, þing- sætislaus, flokkslaus og botn- Iangalaus.“ FALL VEKAMANNAFLOKKS- STJÓRNARINNAR og hinar al- mennu kosningar 1924 gáfu honum nýtt tækifæri, og að þessu sinni var honum boðið þingsæti fyrir Epping, þar sem hann var kjörinn sem Constitutionalist, með nærri 10.000 atkvæða meiri hluta, og þar hefur hann ætíð átt athvarf síðan. Flokksleysingjunum frá auka- kosningunum var í einu vett- vangi sópað inn í íhaldsflokkinn af Mr. Baldwin. Churchill til mikillar undrunar var hann þeg- ar gerður að fjármálaráðherra,

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1516

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.