Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Síða 10
1891
8
5. Taugaveiki (febris typlioidea).
Skráð tilfelli á árinu voru 56 í 11 héruðum. 3 eru taidir dánir. Landlæknir lætur
þess getið, að veikin hafi verið væg og yfirleitt sé taugaveiki mjög væg á Islandi.
I. læknishérað. Taugaveiki hefur mér vitanlega ekki komið fyrir nema á Álfta-
nesi. Kom hún þar upp á einum bæ og breiddist lítið eitt út, og mun fullsannað, að
hún hafi fyrst breiðzt út með mjólk, sem keypt var á þeim bæ, sem veikin var á. Dóu
tvær manneskjur, en hinar áttu lengi í veikinni, en batnaði. Það voru gömul kona og
ung kona, sem önduðust. Sá ég eigi nema annan sjúklinginn, ungu konuna, og er ég
kom til hennar, var hún aðframkomin og dó 2 eða 3 dögum eftir komu mína.
II. læknishérað. Taugaveiki hefur ekki komið fyrir umliðið ár, að því er mér
er kunnugt.
15. læknishérað. Typhoidfeber kom ekki fyrir nema sporadisk, yfir höfuð að
tala væg. 2 tilfelli voru lethal, og kom í öðru tilfellinu pneumonia til.
6. Blóðsótt og iðrakvef (dysenteria, cholerina et catarrhus intestinalis acutus).
Blóðsótt er skráð í 5 héruðum, 28 tilfelli, og iðrakvef í 13 héruðum, 444 tilfelli.
3. læknishérað. Af dysenteria komu fyrir 5 tilfelli á sama bæ í ágústmánuði, en
í öllum var sóttin væg, og ekki breiddist hún út þaðan.
4. læknishérað. Af iðrakvefi voru 25 tilfelli, sem komu nokkurn veginn jafnt
á mánuðina janúar—júlí, en eftir það virðist ekki hafa borið á því. Það er mjög senni-
legt, að iðrakvefið og kvefsóttin séu sumpart fylgikvillar inflúenzunnar árið áður.
15. læknishérað. Lítil „cholerine“-epidemi kom upp í nóvember í Reyðarfirði
meðal þeirra, sem sýsluðu við síldarveiði. Var um 70 manns hrúgað saman í heldur
loftslæmu húsi, bæði Norðmönnum og Færeyingum. Getur veikin ef til vill hafa
flutzt með skipi. Samt er þar engin vissa fyrir. 17 fengu veikina, en þá tókst að tak-
marka hana svo, að hún greip ekki fleiri og komst ekki á önnur heimili.
7. Barnsfararsótt (febris puerperalis).
Veikin er skráð í 3 héruðum, alls 7 tilfelli.
15. læknishérað. 4 tilfelli af febris puerperalis. 3 tilfellin voru væg (metritis et
perimetritis). 2 tilfelli orsökuðust líklega af því, að placenta var föst og hefur ef til
vill ekki náðst alveg. I 2 tilfellum var fæðing burðarins erfið og sein. í öðru af fyrri
tilfellunum, því eina, sem varð nokkuð úr að mun, fannst í annarri viku sængurleg-
unnar palpabel tumor í gegnum abdominal-vegginn, svo exsudatið var æðimikið
hægra megin. Per vaginam fannst ekkert með vissu, enda var varazt að rannsaka
mikið per vaginam svo snemma að ráði Stadfeldts. Lochia voru ekki foetid. Tumor
óx fljótt, og þar sem útlit var fyrir, að hann mundi opnast út, var gerð incisio. Tæmd-
ist þá mikið af pus út. Síðan var viðhaft drænage og antiseptik eftir megni, enda hefur
konan náð svo heilsu eftir 6 vikur, að hún er komin á flakk eða getur setið uppi.
I byrjun veikinnar var kuldahrollur, feber og þorsti, temperatur jókst, uterus nokkuð