Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Qupperneq 13
11
1891
4. Sullaveiki (echinococcosis).
Um sullaveiki segir landlæknir m. a.: Ekki er sjáanlegt, að veikin sé enn á veru-
legu undanhaldi í landinu. Almenningur virðist þó farinn að átta sig á sambandinu
miili taenia echinococcus í hundum og sulla í jórturdýrum. Á stöku stað er tekið að
hreinsa hunda með kamala einu sinni á ári. Auk þess virðist hreinlæti á heimilum
fara batnandi, og fólk gætir nú meiri varúðar í umgengni við hunda.
1. læknishérað. Sullaveiki, sem hér liggur enn í landi, virðist vera eins algeng
og áður. Hér i mínu umdæmi er hún eigi algeng, að minnsta kosti veit ég eigi til,
að mikil brögð séu að henni, þótt að sjálfsögðu komi fyrir einstöku tilfelli. Af þeim
8 tilfellum, sem ég hafði, hef ég á umliðnu ári opererað (i, af þeim dóu 2. Hef ég við-
haft Recamiers máta við 3, incision 1, punctur 2. Af þeim 3, sem ég brenndi, tókst
allt vel, og batnaði þeim. Af þeim, sem ég stakk, dó önnur, eftir að langt var liðið frá
ástungunni, og kenndi ég það öðrum sulli, sem ég eigi vissi um, en sýndi sig fyrst
við sectio. Hinn sjúklingurinn var 42 ára gömul stúlka, sem alla tíð hafði verið heilsu-
litil og bar sull neðan til í lífinu vinstra megin. Reyndi ég þar aspiration, en sökum
þess, að svo ógurleg mergð var af sullhúsum, náðust þau eigi út, svo að ég punkteraði
með gildum trokar og síðan drain, og náðist þá mjög mikið út, en hún fékk erysi-
pelas phlegmonosa, og kom gangraena í holdið kringum drainrörið, svo að hún missti
við það mikla krafta. Þótt allt virtist mundu ganga, veslaðist hún upp. Sectio sýndi
mjög stóran sull, sem virtist ganga niður frá miltanu. Alls engin peritonitis. Á sjúkl-
ingnum, þar sem ég gerði incision, var sullurinn undir vinstri costal-rönd, og var
örgrunnt á honum. Gröftur og sullatæjur komu út, og greri allt fljótt.
3. læknishéraö. Með sullaveiki hafa leitað mín 13 sjúklingar, 6 karlkyns,
7 kvenkyns. Hjá tveimur þeirra, þar sem sullirnir virtust ganga út frá lifrinni, hafa
þeir horfið, í öðrum þeirra eyðzt, en sprungið út í lífhimnuholið í hinum við byltu,
og fékk hann töluverða lífhimnubólgu. Nú hafa þeir báðir fengið góða heilsu.
4. læknishérað. Einn sullaveikissjúlcling brenndi ég á árinu að hætti Recamiers.
Þegar komið var með sjúklinginn, sem var kona um fertugt, var hún sárþjáð og illa
haldin. Fyllti meinið holið hægra megin niður að inguen og yfir miðlínu nokkuð til
vinstri. Fluctuatio var greinileg skammt ofanvert og hægra megin við nafla, alveg
upp að costae og processus ensiformis. Brennt var miðra vega milli umbilicus og
rifjabogans. Að 6 vikum liðnum var blaðran opnuð. Rann þá út mikið af daunillum
grefti, og með honum flutu sullungar. Tveimur döguin síðar dó sjúklingurinn. Sectio
sýndi útbreidda samvexti við magálinn á brennslustaðnum, en engan vott um peri-
tonitis. Sullblaðra gekk út frá efstu lifrarbrún, náði upp undir þind, sem var þrýst
upp til móts við 5. rif, og þrengdi þannig mjög að lunganu. Lifrin var ívið stækkuð
og þrýstist niður að mjaðmarspaðanum. Nýru voru stækkuð. Annars var ekkert
óeðlilegt. Þessi sjúklingur dó, að mínu áliti, af igerðinni og almennri veiklun, en ekki
af aðgerðinni. — Ég var sóttur til sængurkonu einnar, þar sem svo bar til, að Ijós-
móðir var fjarri. Var þó ekki talin nauðsyn á læknishjálp, því að fólkið hugði enga
hættu á ferðum. Þegar ég kom, hafði sængurkonan, sem var 33 ára gömul fjölbyrja,
óvenjustór og þrekleg, legið í 10 tíma með hríðum. Var haldið, að höfuð lægi fyrir,