Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Blaðsíða 17
15
1891
7. Krabbamein (cancer, sarcoma).
1. læknishérað. Annað tilfelli var i konu hér i bænum (cancer en currasse).
Hafðí hún haft meinið í mörg ár og dó af því. Hitt tilfellið á miðaldra stúlku, er vildi
ekki láta eiga við það og fór heim.
4. læknishérað. Cancer mammae 1 tilfelli — mors.
9. læknishérað. 1 tilfelli af sarcoma colli. Þótti ekki tiltækilegt að skera, „því
það stóð alveg gegnum hálsinn.“
12. læknishérað. Carcinoma uteri 1. Tilfellið efasamt. Hefi ekki séð það. Epi-
thelioma labii 1 kona.
15. læknishérað. Tomor mammae 2, uteri 2. Getið er sarcoma shorioideae
(melanosarcoma) í gömlum manni að Ánastöðum í Breiðdal. Síðustu árin hafði
hann haft af og til verki nokkra, sem honum fannst djúpt inni i auganu, og sjónin
fór, einkum í seinni tíð, minnkandi mjög. Síðan í sumar hefur hann haft mjög sára
verki af og til, svo að hann varla afbar, og augað þrútnaði, einkum eftir hvert verkja-
flog, þangað til að það 19. október eftir miklar kvalir allt i einu sprakk, og blæddi
æðimikið. Hann hafði brúkað homopatha-meðul. Ég var þá einmitt á ferð á heim-
leið frá Djúpavogi og fór því heim til mannsins. Hafði augað rifnað eða opnazt að
utan og neðan við cornea, sem eins og lyftist frá. Það sýndist þá eins og flatara að
framan. Var því eins og cornea væri orðin konkav eða sokkin lítið eitt inn. Blóðlifrar
og smáflygsur voru í sárinu, en ekki gat ég með vissu strax séð tumor. Það sást
samt, eftir að búið var að verka það, að tumor náði fram í sárið. Ég áleit það sarcoma
chorioideae og ráðlagði þvi manninum enucleation. Hann var samt ekki á því, og
gat ég þvi lítið aðgert og hef ekki frétt af honum síðan.
8. Drykkjuæði (delirium tremens).
1. læknishérað. Þótt drykkjuskapur hafi mjög minnkað hér síðustu árin, eru
hér þó enn drykkjuhrútar, en gagnmerkilegt er það, að drykkjumannaæði kemur
hér ekki fyrir. Það eru nú liðin um 10 ár, siðan ég hef séð nokkurt tilfelli af deliri-
um tremens.
C. Ýmsir sjúkdómar.
Brjósthimnubólga (pleuritis). Talin eru fram 26 tilfelli í 4 héruðum. Þar af
eru 11 tilfelli í 12. læknishéraði.
Geðsjúkdómar (mb. mentalis). Læknar eru fáorðir um geðsjúkdóma. Tilgreind
eru alls 12 tilfelli í 3 héruðum.
Móðursýki (hysteria). Talin eru fram 213 tilfelli af hysteria í 9 héruðum, þar
af 25 í 1. héraði, 58 í 9., 80 í 12. og 24 í 16. héraði. Vafalaust er hér um að ræða
ýmsar tegundir neurosis. Aðeins í örfáum tilfellum tala læknar um „neurasthenia“
eða „hjartveiki". Af þessu slitrótta framtali má sjá, að neurosis hefur ekki verið fátíð