Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Side 20
1891
18
geti fullkomlega beitt handleggsvöðvunum enn. Annar skaut af sér vísifingurinn
rétt ofan miðhnúa, og tók ég af honum fingurinn í efsta lið. Hinn þriðji skaddaðist
þannig af byssu, að hlaupið rifnaði við það, að skotið reið af, og slóst innan á hönd
honum, svo að millumhandarbein vísifingurs og löngutangar röskuðust á efra enda,
þar sem þau koma saman vð handrótarbeinin. Heppnaðist að koma þeim i samt lag
aftur, og fór sjúklingurinn svo heim til sín, eftir að hann hafði dvalið hér i bænum
(Akureyri) fáa daga. Síðan hef ég ekki frétt af honum, svo að mér er ókunnugt um,
hvort hann er orðinn jafngóður. — Þrjú axlarliðhlaup hef ég haft til meðferðar, og
heppnaðist að kippa þeim öllum í lið.
12. læknishérað. Beinbrot 8 tilfelli, 1 ásamt lux. antebrachii. Kona veiktist af
að drekka eitraða efnablöndu („chemisk Vask“), en um afdrif hennar er ekki getið.
15. læknishérað. Laesiones hafa verið hér óvenjulega margar og sumar æði-
miklar. Eitt ungbarn dó af combustio, lenti ofan í stóran pott með sjóðandi vatni.
16. læknishérað. Fract. cruris 1, femoris duplex 1, congelatio 2. Var fótur tek-
inn af manni vegna kalsára.
19. læknishérað. Fract. supracondylica með vulnus. Sagað meira en þuml-
ungur af fragmen superius. Osteomyelitis circumscripta. Eftir einn mánuð tekinn
út condylus ext. femoris necrotiseraður. Liklega frá byrjun fissura niður í articulatio
genus. Sjúklingurinn settur í gibsbindi. Mors 11. desember (laesionin 15. apríl)
af emboli eða lungnainfarct, en 3 vikum áður voru beinendarnir fast consolideraðir,
eftir að sjúklingur hafði verið bandagelaus í 2 mánuði.
20. læknishérað. Hægra viðbeinsbrot 1, flakandi sár á fæti 1, marin sár 2,
skorin sár 4, kal 3, sinatog og mar á fæti 1.
VI. Ymislegt
1. Skottulæknar.
9. læknishérað. Stúlkubarn innan við fermingu kenndi i fyrrasumar máttleysis,
einkum um neðra hluta likamans. Fór þá að sjó og viðhafði sjóböð. Þar hitti hún skottu-
lækni, Sigurð Ólafsson á Hellulandi. Gaf hann henni góða von um að geta læknað hana
með meðulum. Fór hún siðan heim og brúkaði homopatameðul frá Sigurði. Þegar
ég sá hana í sumar, sem leið, hafði hún fengið þau voðalegustu legusár, sem ég
hef séð, og hafði enda varla hugmynd um, að slík legusár gætu átt sér stað. Annar
mjaðmarliðurinn lá opinn fyrir, en hinn hulinn af stórri drepskán. Barnið dó skömmu
síðar.
2. Sjúkrahús.
Á sjúkrahúsinu í Reykjavík lágu á árinu 76 sjúklingar, þar af 2 frá fyrra ári.
66 voru brautskráðir á árinu, 6 voru eftir um áramót, en 4 dóu. Legudagar voru 1808.
Á sjúkrahúsinu á Akureyri lágu á árinu 21 sjúklingur, þar af 2 frá fyrra ári.
19 voru brautskráðir á árinu, en 2 dóu. Legudagar voru 390.