Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Side 28
1892
26
4. Sullaveiki (echinococcosis).
Um sullaveiki segir landlæknir m. a.: í Reykjavík og öðrum kaupstöðum er
veikin ekki orðin öllu algengari en á meginlandi Evrópu. I Skaftafellssýslum og Múla-
sýslum er hún hins vegar ótrúlega algeng, jafnvel svo að sjúklingur finnst á hverjum
bæ og stundum fleiri en einn á sama bæ. Hreinsun hunda verður nú algengari. —
Læknar geta 114 sjúklinga með sullaveiki í 15 héruðum. Af þeim virðast hafa haft
echinococcus hepatis 69, abdominis 8, pulmonum 8, mammae 1, femoris 1, regio gluteae
1, locus non indicatus 26.
í. læknishérað. Eins og undanfarin ár hafa margir sullaveikir sjúklingar leitað
ráða minna, og hafa allir verið úr öðrum héruðum landsins. Flestir hafa annaðhvort
eigi viljað dvelja hér eða eigi getað það fátæktar vegna. Aðrir hafa eigi verið á því
stigi, að hægt hafi verið að operera þá. Ég hef aðeins opererað tvær stúlkur, aðra með
ástungu og hina með brunaaðferð, og batnaði báðum algerlega.
2. læknishérað. Með þessum sjúkdómi hafa 19 sjúklingar leitað ráða hjá mér
þetta árið, og voru af þeim 10 karlar og 9 konur, og hafði sjúkdómurinn sæti sitt á
þeim stöðum, er hér seg'ir: lobus dx. hepatis 6, lobus sin. hepatis 9, pulmo dx. 1, pulmo
sin. 2, omentum 1. Einn af þessum sjúklingum, ógifta stúlku, 33 ára, hef ég' opererað
á þessu ári. Hún hafði vel höfuðstóran sull í lobus hepatis sin. Punkteraði ég hann
og tæmdi út 3 potta af hreinu hydatid-vatni, sem þó var farið að verða nokkuð grugg-
ugt. Lokaði samt fyrir, en þar sem safnaðist í sullinn aftur, punkteraði ég eftir hálfan
mánuð og lét kanylen sitja í. Hefur síðan ltomið mikið af grefti og sullhúsum. Stúlkan
er nú á batavegi og útgangur farinn að minnka og sullurinn naumast finnanlegur.
Einn karlmaður, 70 ára, sem hafði sull í lobus sin. hepatis, fékk anasarca og ascites
og dó. Hjá einum sjúklingi, miðaldra karlmanni, sprakk sullur í lobus sin. hepatis
inn í magann og kastaðist upp. Maðurinn varð heilbrigður á eftir. Hjá þessum þremur
sjúklingum með lungnasulli sprungu sullirnir upp, og batnaði öllum.
3. læknishérað. Af sjúklingum með sullaveiki hafa aðeins 7 leitað til mín.
Af þeim voru 5 karlmenn, en aðeins 2 kvenmenn. Á öllum voru sullirnir í holinu og
virtust ganga út frá lifrinni. Tveir af sjúklingum þessum virtust allæknast á þann
hátt, að sullina gróf út í cardia.
4. læknishérað. Á þessu ári hef ég brennt 52 ára verkamann að hætti Recam-
iers vegna mikils sullmeins. Hafa smám saman tæmzt út 50 pottar af grefti ásamt
mergð sullunga mismunandi stærðar. Sjúklingurinn er nú svo hress, að hann hefur
getað unnið alla vinnu síðustu 3 mánuðina. Enn er þó smágangur opinn frá brennslu-
staðnum, og er þar lítilfjörleg, daunlaus graftarútferð. Er því naumast nokkur vafi,
* að hann nái sér að fullu.
9. læknishérað. Aðeins á einum sjúklinganna, er höfðu echinococcus hepatis,
gafst mér kostur á skurðaðgerð fyrir nýár. Var hún fólgin í einfaldri incision, þvi
að ljóst var, að sullhúsígerðin var í þann veginn að opnast sjálfkrafa. Sullamóðirin
tæmdist fáum dögum eftir incision, og að mánuði liðnum var sjúklingurinn á fótum
og er nú fullfrískur. Ég verð að játa, að mér virðist sullaveiki ekki vera jafnalmenn
hér í héraðinu og alþýða hyggur. Margsinnis hefur mín verið leitað af fólki, sem hélt