Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Qupperneq 28

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Qupperneq 28
1892 26 4. Sullaveiki (echinococcosis). Um sullaveiki segir landlæknir m. a.: í Reykjavík og öðrum kaupstöðum er veikin ekki orðin öllu algengari en á meginlandi Evrópu. I Skaftafellssýslum og Múla- sýslum er hún hins vegar ótrúlega algeng, jafnvel svo að sjúklingur finnst á hverjum bæ og stundum fleiri en einn á sama bæ. Hreinsun hunda verður nú algengari. — Læknar geta 114 sjúklinga með sullaveiki í 15 héruðum. Af þeim virðast hafa haft echinococcus hepatis 69, abdominis 8, pulmonum 8, mammae 1, femoris 1, regio gluteae 1, locus non indicatus 26. í. læknishérað. Eins og undanfarin ár hafa margir sullaveikir sjúklingar leitað ráða minna, og hafa allir verið úr öðrum héruðum landsins. Flestir hafa annaðhvort eigi viljað dvelja hér eða eigi getað það fátæktar vegna. Aðrir hafa eigi verið á því stigi, að hægt hafi verið að operera þá. Ég hef aðeins opererað tvær stúlkur, aðra með ástungu og hina með brunaaðferð, og batnaði báðum algerlega. 2. læknishérað. Með þessum sjúkdómi hafa 19 sjúklingar leitað ráða hjá mér þetta árið, og voru af þeim 10 karlar og 9 konur, og hafði sjúkdómurinn sæti sitt á þeim stöðum, er hér seg'ir: lobus dx. hepatis 6, lobus sin. hepatis 9, pulmo dx. 1, pulmo sin. 2, omentum 1. Einn af þessum sjúklingum, ógifta stúlku, 33 ára, hef ég' opererað á þessu ári. Hún hafði vel höfuðstóran sull í lobus hepatis sin. Punkteraði ég hann og tæmdi út 3 potta af hreinu hydatid-vatni, sem þó var farið að verða nokkuð grugg- ugt. Lokaði samt fyrir, en þar sem safnaðist í sullinn aftur, punkteraði ég eftir hálfan mánuð og lét kanylen sitja í. Hefur síðan ltomið mikið af grefti og sullhúsum. Stúlkan er nú á batavegi og útgangur farinn að minnka og sullurinn naumast finnanlegur. Einn karlmaður, 70 ára, sem hafði sull í lobus sin. hepatis, fékk anasarca og ascites og dó. Hjá einum sjúklingi, miðaldra karlmanni, sprakk sullur í lobus sin. hepatis inn í magann og kastaðist upp. Maðurinn varð heilbrigður á eftir. Hjá þessum þremur sjúklingum með lungnasulli sprungu sullirnir upp, og batnaði öllum. 3. læknishérað. Af sjúklingum með sullaveiki hafa aðeins 7 leitað til mín. Af þeim voru 5 karlmenn, en aðeins 2 kvenmenn. Á öllum voru sullirnir í holinu og virtust ganga út frá lifrinni. Tveir af sjúklingum þessum virtust allæknast á þann hátt, að sullina gróf út í cardia. 4. læknishérað. Á þessu ári hef ég brennt 52 ára verkamann að hætti Recam- iers vegna mikils sullmeins. Hafa smám saman tæmzt út 50 pottar af grefti ásamt mergð sullunga mismunandi stærðar. Sjúklingurinn er nú svo hress, að hann hefur getað unnið alla vinnu síðustu 3 mánuðina. Enn er þó smágangur opinn frá brennslu- staðnum, og er þar lítilfjörleg, daunlaus graftarútferð. Er því naumast nokkur vafi, * að hann nái sér að fullu. 9. læknishérað. Aðeins á einum sjúklinganna, er höfðu echinococcus hepatis, gafst mér kostur á skurðaðgerð fyrir nýár. Var hún fólgin í einfaldri incision, þvi að ljóst var, að sullhúsígerðin var í þann veginn að opnast sjálfkrafa. Sullamóðirin tæmdist fáum dögum eftir incision, og að mánuði liðnum var sjúklingurinn á fótum og er nú fullfrískur. Ég verð að játa, að mér virðist sullaveiki ekki vera jafnalmenn hér í héraðinu og alþýða hyggur. Margsinnis hefur mín verið leitað af fólki, sem hélt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.