Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Blaðsíða 31
29
1892
5. Kláði (scabies).
Taldir eru fram 204 kláðasjúklingar i 12 héruðum. Um kláða segir héraðslæknir
í 1. héraði: Scabies er miklu algengari en maður fær að vita. Flestir hirða svo sem
ekkert um sjúkdóminn.
6. Geitur (favus).
Taldir eru fram 17 geitnasjúklingar í 5 héruðum. Læknar fara engum orðum
um sjúkdóminn.
7. Krabbamein (cancer, sarcoma).
Tilgreindir eru 9—10 krabbameinssjúklingar í 6 héruðum.
1. læknishérað. Cancer ventriculi 2. Annar sjúklingurinn var vinnukona, dó
i haust (1893), hinn maður að austan, sem fór svo heim, og veit ég ekki um hann síðan.
2. læknishérað. Cancer labii 1 tilfelli.
3. læknishérað. Ein kona dó af tumor mammae. Brjóstið annað á henni hafði
sumarið 1890 verið skorið af í Reykjavík sakir meinsemdar í því, er nú tók sig upp
aftur. Einn sjúklingur dó af tumor hepatis (cancer?) sameinuðum fjarska mikilli
gulu, og einn dó af cancer ventriculi.
4. læknishérað. Einn sjúklingur dó úr ulcus ventriculi. Ekki grunlaust, að
hafi verið cancer.
18. læknishérað. Carcinoma ventriculi 2 tilfelli.
7. aukalæknishérað. Cancer mammae 1 tilfelli.
C. Ýmsir sjúkdómar.
Angina Ludovici.
1. læknishérað. Einn fékk á árinu angina Ludovici, er dró hann til dauða. Var
það maður um fimmtugsaldur, er gengið hafði með bronchitis chronica. Fyrst varð
vart roða í fauces og bólgu í tonsilla dx. Var lagður við ís, en bólgan óx, og jafnframt
fór að bera á hörðum tumor í regio submaxillaris dx. Sjúklingurinn hafði hita og
þyrsti mjög. Skar ég nú í tonsilla með hvössum gingiva-hnif, og rann þegar út mikið
af daunillum grefti. Voru nú lagðir við heitir bakstrar, og leið sjúklingnum þá betur.
Rann stöðugt gröftur inn í munninn. Kúfurinn á hálsinum óx án afláts, bæði fram
á við og út til hliðanna. Tveimur dögum eftir að ég skar í tonsilluna sá ég sjúklinginn
aftur. Hiti var 39° i axilla. Þyrsti hann stöðugt, enda lá hann í svitabaði. Fluctuation
var í kúfnum á hálsinum. Spretti ég nú á húðinni með bistouri, nálgaðist tumor með
sljóum verkfærum og fór því næst inn með kornatöng. Rann þá út daunillur gröftur
milli tangararmanna. Lagði ég síðan drainpípu inn í abscess-holuna, en við hálsinn
voru hafðir heitir karbólvatnsbakstrar. Sífellt rann gröftur inn í munninn, einkum