Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Qupperneq 43
41
1893
að skyrbjúgur, sem áður hafi verið hræðileg landplága, virðist nú vera orðinn sjald-
gæfur.
10. læknishéraÖ. 2 tilfelli. í öðru tilfellinu fékk sjúklingur, kona um fimmtugt,
Phlegmona diffusa í bæði extremitates inferiores og dó.
Vöðvagigt (rheumatismus musculorum). Talin eru fram 134 tilfelli í 4 læknis-
héruðum.
III. Fæðingar.
5. læknishérað. Töng lögð á tvisvar. Fylgja tekin nokkrum sinnum.
7. læknishérað. Til sængurkvenna hef ég verið kaliaður 5 sinnum á liðnu ári.
9. læknishérað. Töng lögð á tvisvar. Báðar mæðurnar lifðu, en aðeins annað
barnið.
11. læknishérað. Á þessu ári hef ég verið kvaddur til að vera við 4 barnsfæðing-
ar, auk þess sem ég hef nokkrum sinnum verið sóttur í slíkuin erindagerðum, en verið
snúið aftur á leiðinni, og varð ég í öllum þessum fæðingartilfellum að hjálpa með
læðmgartönginni. 1 fyrsta tilfellinu kom barnið andvana, enda voru á því rotnunar-
merki, en í hinum tilfellunum komu börnin með lífi. Allar mæðurnar lifðu fæðingarnar.
15. læknishérað. Partus difficilis. Konan var gömul primipara, lá með hríðum í
36 klukkustundir, áður en ég komst til hennar. Höfuðið stóð nokkuð hátt í 1. óreglu-
iegu hvirfilstöðu, burðurinn dauður. Eftir episiotomi náðist burðurinn með töng.
17. læknishérað. Til sængurkvenna var mín leitað þrisvar á árinu. Fyrsta tilfellið
var tvíburafæðing. Fyrri tvíburinn var fæddur, er mín var vitjað, og hafði sitjandann
borið að. Fæðing hans hafði gengið greiðlega, og var hann lifandi. Skömmu eftir að
ég kom til konunnar, sem var hér um bil 2 stundum eftir fæðingu fyrra tvíburans,
fór hún að fá fæðingarhríðir aftur, og bar sitjandann einnig að á seinna tvíburanum.
Hann fæddist af náttúrunni að naflastreng, en þá hættu hríðirnar, og var hann and-
vana, er ég gat náð honum fram. í annað sinnið var mín vitjað til konu, sem hafði
átt tvíbura fyrir tæpri viku, annar þeirra andvana fæddur, hinn dó skömmu eftir fæð-
inguna. Hafði hún fengið barnsfararsótt og dó skömmu síðar. í þriðja sinnið, sem
mín var vitjað, var það til að ná fylgju, og voru þá liðnir um 18 tíinar frá fæðingu,
er ég náði henni.
18. læknishérað. Hef tekið 8 börn með verkfærum og gert eina vendingu. Sú
kona dó.
20. læknishérað. Kona ól vanskapað, andvana barn nálægt 8 vikum fyrir tímann.
IV. Yfirsetukonur.
11. læknishérað. Tvo kvenmenn hef ég haft til kennslu í yfirsetufræðum þetta
úr, aðra úr Skagafjarðarsýslu, en hina úr Þingeyjarsýslu, og hefur hin síðarnefnda
íengið skipun í sinni sýslu.