Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Page 49

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Page 49
47 1894 (inflúenza), sem á mjög stuttum tíma útbreiddist um allt héraðið og hertók nærri nlla, unga og gamla. Hún var álíka mannskæð og kvefsóttin 1890, einkum á gömlu fólki og brjóstveiku og á þeim, er ógætilega fóru með sig í byrjun veikinnar. Dauða- orsökin á þeim flestum var lungnabólga og lungnahimnubólga. 7. læknishérað. Inflúenzan barst i héraðið í byrjun april. Vann hún upp nálega alla bæi og að heita mátti hvert mannsbarn í umdæminu. Veiki þessi lagðist þungt a fjölda fólks, einkum gamalmenni, og dóu nokkur þeirra hér i suðurhluta Barða- strandarsýslu. Aftur á móti dó mjög fátt í Strandasýslu, nema í Árnessókn, þar dóu að tiltölu flestir. Mörgum sló niður aftur, sumum oftar en einu sinni, nokkrir fengu lungnabólgu, en ekki dó úr henni nema einn maður, og var hann yfir áltrætt. 8. læknishérað. Inflúenzan gekk hér yfir sýsluna i maí og júní og mátti heita að tæki hvern mann í sýslunni, en lagðist óviða mjög þungt á. En meira varð vart við lungnabólgu á eftir á þeim, er ekki fóru varlega með sig í sjálfri veikinni, heldur en við inflúenzuna, er gekk yfir sýsluna fyrir fjórum árum, eins og hún líka lagðist meira á lungun í þetta sinn en þá. Ekki allfáir lágu lengi og hætt af polyarthritis, sem jafnvel leiddi einn til bana, og varð ég eigi var við þann kvilla samfara inflúenzunni í fvrra skiptið. 10. læknishérað. Inflúenzan kom um miðjan maímánuð og hélzt fram yfir miðjan júnímánuð. Örfá gamalmenni og fáein ungbörn dóu úr veiki þessari. 11. læknishérað. Inflúenzan fluttist hingað í maimánuði og gekk svo hér fram í júlímánuð. Hún sýndi sig hér heldur lakari en í hin fyrri skiptin, er hún hefur gengið hér. Þó dóu hér ekki margir úr henni. 12. læknisliérað. Inflúenzan barst hingað 26. maí af Eyjafirði og breiddist skjótt át um allt héraðið. Inflúenza þessi reyndist miklum mun langvinnari og skæðari en hún var 1890, og fylgdu henni ýmsir aukakvillar, svo sem lungnabólga, niðurgangur, nýrna- og blöðrubólga o. fl. í lok júnímánaðar mátti veikinni heita lokið, en þó var mjög krank- fellt allt sumarið, er menn kváðu hafa „fengið upp úr inflúenzunni“. Af slíkum eftir- drefjum skal nefna: adynami (astheni), palpitationes nervosae cordis, tubakatarrh, a§rypni, odontalgi og ýmsar neuralgíur, bronchitis chronica og psychoses. Flestir þeir, sem úr inflúenzunni dóu, voru annaðhvort gamalmenni eða heilsuleysingjar eða þá menn, er fóru ógætilega með sig og sló niður aftur, oftast í lungnabólgu. 74. læknishérað. Þann 21. janúar sá ég hinn fyrsta sjúkling með veiki þessa. Barst sóttin á fáum dögum um allt héraðið. Ég hafði nákvæma athugun með útbreiðslu þessarar pestar og gat ekki annað séð en að hún í þessu héraði hafi útbreiðzt eingöngu per contagium, enda virðist ekki ósennilegt, að Vio mílu vír vegalengd í 10—20° R frosti sé nægilegt til varnar hinni miasmatisku útbreiðslu inflúenzunnar eða hverra sem helzt faraldurssótta. Þegar litið er á afleiðingar pestarinnar og þann milda mann- dauða, sem varð, má virðast undarlegt, að meira en helmingur þeirra, er dóu, var i einni sókn, Kirkjubæjarsókn, og þó er í þeirri sókn ca. Ys af héraðsbúum eða tæplega það. Orsökin til þessa vil ég helzt halda, að hafi legið í því tvennu: 1) að í þessari sókn eru heimili fremur mannfá af vinnandi mönnum og þessir fáu þvi neyddir til að hætta heilsu sinni hið ýtrasta til að sinna skepnum, og 2) að þar eru húsakynni allvíða með súg og því köld og slagafull. f næstu sveit, Hjaltastaðaþinghá, dóu tiltölulega mjög
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.