Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Síða 51
49
1894
hreppi, þar sem einnig einn dó úr henni. Eftir það varð hennar ekki vart fyrr en um
haustið, er hún kom upp hér i kaupstaðnum á fleiri heimilum og undir árslokin i
firunnavikurhreppi, en var þá vægari. Auk þess komu fyrir hér og hvar tilfelli af febris
fyphoidea abortiva.
11. læknishérað. Taugaveiki hefur lítið sýnt sig i þessu læknisdæmi þetta ár.
nema sagt er, að hún hafi gengið hinn síðasta hluta ársins á bæ einum í Hörgárdal og
að á öðru heimili þar hafi svo sem allir orðið veikir. Læknis var ekki vitjað. Auk þess
er getið um, að einn maður hafi veikzt á næsta bæ, og var læknir sóttur þangað.
20. læknishérað. í júni kom hér upp typhussótt, er hélzt til ágústmánaðarloka.
Alls veiktust 11 af henni, en engum varð hún að bana.
7. aukalæknishérað. Taugaveiki hefur gengið hér síðara hluta ársins, og er hún
ekki hætt ennþá. Hún hefur mest tekið 5 á sama heimili. Hefur mér virzt hún vera
skæðust með að smita þar, sem minnst voru húsakynni og sízt hægt að gæta þrifnaðar.
5. Lungnabólga (pneumonia crouposa).
Lungnabólga gerði óvenjumikið vart við sig á árinu, einkum sem fylgisjúkdómur
með inflúenzunni, og var sums staðar mjög mannskæð. Á farsóttaskrám eru talin
alls 204 tilfelli af pneumonia crouposa.
1. læknishérað. Sá aðeins 2 tilfelli. Báðir sjúklingarnir lifðu.
2. læknishérað. Auk þeirrar inflúenzupneumoni, sem áður er getið, hef ég haft
til meðferðar þetta ár 26 tilfelli af pneumonia crouposa. Af þeim dóu 3.
11. læknishérað. Lungnabólga hefur komið fyrir þetta ár, einkum jafnhliða in-
flúenzunni, og dóu nokkrir úr henni.
7. aukalæknishérað. Kom fyrir við og við, en ekki nema á stangli.
6. Kvefsótt (bronchitis et pneumonia catarrhalis).
Landlæknir segir, að um kvefsótt tali allir læknar, einkum í sambandi við in-
flúenzuna. Hann telur 6 dána úr þeirri veiki.
2. læknishérað. í mánuðunum júli—september var laryngitis acuta, sem oft
hafði í för með sér bronchitis og bronchopneumoni, mjög algeng á börnum á aldrinum
f—7 ára. Ekkert barn dó þó mér vitanlega í umdæminu af þessum sjúkdómi, og virð-
^st hann hafa verið einhver eftirköst inflúenzuveikinnar.
Í4. læknishérað. í desember gekk illkynjað kvef með sótthita, fer hægt yfir, en
virðist ætla að tína upp flesta bæi.
7. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Landlæknir segir kverkabólgu væga, en útbreidda á árinu.
11. læknishérað. Hálsbólga hefur sýnt sig mikið þetta ár. Gróf í sumurn háls-
kirtlunum, áður en sumum batnaði til fulls, en enginn dó úr þeim sjúkdómi.
4