Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Side 66
1895
64
14. Lungnabólga (pneumonia crouposa).
Sjúklingafjöldi 1891—95:
Ár 1891 1892 1893 1894 1895
Sjúklingar 140 131 79 204 156
36 manns eru taldir dánir úr veikinni á árinu.
11. læknishérað. Lungnabólga hefur komið fyrir þetta ár, og hafa ýmsir dáið
úr henni, eins og vandi er til, því að hún er sjúkdómur, sem lítið er hægt að gera við.
12. læknishérað. Lungnabólgur hafa verið óvenjulega fágætar þetta ár.
15. læknishérað. Pneumonia var í öllum tilfellum mjög þung í ái\ einkum þar
sem angina tonsillaris bættist við.
17. læknishérað. 14 ára drengur dó úr lungnabólgu.
15. Kvefsótt (bronchitis et pneumonia catarrhalis).
Sjúklingafjöldi 1891—95:
Ár 1891 1892 1893 1894 1895
Sjúklingar 413 370 358 735 1078
1. læknishérað. Bronchitis hefur ekki borið mikið á þetta árið. Einungis í april
gekk talsverð kvefsótt, og lagðist hún langþyngst á börn.
2. læknishérað. Bronchitis, tracheo-bronchitis og laryngitis acuta var mjög al-
mennt í börnum í apríl og maí þetta ár.
3. læknishérað. Gekk talsvert almennt yfir í maí og júní og lagðist sums staðar
allþungt á börn, einkum innan 5 ára aldurs.
5. læknishérað. Á kvefsóttinni bar einna mest í marzmánuði, og gekk hún síðan
mestallt árið út. Voru margir þeirrar skoðunar, að það væri inflúenza, en ekki gat
ég orðið þess áskynja, að svo væri.
13. læknishérað. Lungnakvef gekk yfir í þrem öldum. Hin fyrsta byrjaði í janú-
ar, önnur í apríl og hin þriðja í ágústmánuði. Sum börn fengu reglulega lungna-
bólgu og jafnframt kverkabólgu með skóf, eins og barnaveiki. Nokkur börn frá 1 til
3 ára gömul dóu.
15. læknishérað. Sú Iandfarsótt, sem oftast hefur komið fyrir, er eins og vant
er bronchitis acuta, sem einkum í ágúst og september og framan af árinu var bæði
mjög almenn og á mörgum svo þung, að hún líktist mjög inflúenzu. Engir hafa samt
dáið úr þeirri veiki, það ég veit til, nema 1 gamalmenni.
16. læknishérað. Kvefsótt gekk um héraðið fyrra og síðara hluta ársins, sem
var nokkuð þung á gamalmennum og börnum, án þess þó að nokkur dæi úr henni.
16. Kverkabólga (angina tonsillaris).
Sjúklingafjöldi 1891—95:
Ár 1891 1892 1893 1894 1895
Sjúklingar 129 147 201 408 317