Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Page 89

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Page 89
87 1895 En verri plágu fyrir fólk álít ég þá flökku- eða farandskottulækna, er stundum eru hér á ferð með meðalatöslcur sínar og bjóða og selja fólki homopatisk meðul, er þeir svo kalla. Hef ég einkum heyrt þrjá tilgreinda, Lárus Pálsson af Vatnsleysuströnd °g Jón Arnljótsson og Andrés Davíðsson, báða úr Reykjavík. Er það óþolandi ósiður að láta pilta þessa flakka um landið og svikja fé út úr mönnum fyrir hið gagnslausa meðalagutl sitt. Væri mesta þörf á að reyna að stemma stigu fyrir þeim ósóma. 16. læknishérað. Þegar ég kom hingað 1886, þá voru hér 3 smáskammtalæknar, en nú er hér aðeins einn, sem sé Eyjólfur Runólfsson hreppstjóri á Reynivöllum. 18. læknishérað. Skottulæknum hef ég lítið haft af að segja, og eru þeir að minnsta kosti ekki til skaða í héraðinu, enda nota menn hér mest héraðslækninn. 19. læknishérað. Skottulæknar eru hér 5 og geta verið fleiri, sem lítið láta á sér bera. 1. aukalæknishérað. Þegar ég kom hingað (1890), voru hér tveir menn, sem fást við svonefnda homopathiu, og eru þeir hér enn, bændur innan Dalasýslu. 2. aukalæknishérað. Hvað skottulækningum viðvíkur, þá er aðeins einn skottu- iæknir (homöpath) í þessu umdæmi, og hefur hann mjög litla aðsókn. 3. aukalæknishérað. í umdæmi þessu er einn skottulæknir, Sigurður Jónsson frá Lambhaga. Gegnir það mestu furðu, hvað almenningur getur trúað blint á lækningar þessa manns. Maður þessi mun vera miður kynntur hér á Akranesi og í sinni sveit en annars staðar út í frá. Kemur það þannig alloft fyrir, að hann er sóttur út fyrir þetta hérað, enda sparar hann ekki að ginna fáfróðan almenning með lækningaskrumi sínu, þegar hann getur komið því við. 4. aukalæknishérað. Skottulækningar hafa verið talsverðar hér, en þær eru óðum að minnka, og er trú manna á homopötum óðurn að dofna. Nú sem stendur er hér aðeins 1 homopati og 2, sem fást litið eitt við blóðtökur. 6. aukalæknishérað. Tveir smáskammtalæknar eru í umdæminu, en ekki er mér kunnugt um þá praksis, sem þeir hafa. 2. Sjúkrahús. Frá sjúkrahúsinu í Reykjavik er engin skýrsla finnanleg fyrir þetta ár. Á sjúkra- húsinu á Akureyri lágu 7 manns á árinu, 6 þeirra voru brautskráðir, en um afdrif eins er ekki getið. Tilefni til innlagningar var: Abscessus articuli talocruralis 1, ampu- tatio digiti manus 1, cancer mammae 1, fract. comminuta brachii dx. 1. tumores cystici capitis 1, ulcera pedum 1. 3. Húsakynni og þrifnaður. 1. læknishérað. Að því er snertir Reykjavík, þá verða menn að játa, að allt það, er að þrifnaðarháttum lýtur, er á fremur lágu stigi í samanburði við það, sem tíðkast í bæjum erlendis. Húsakynni fátæks fólks eru mjög þröng og loftill. Get ég ekki betur séð en að steinbæirnir nýju séu að því leyti talsvert verri en torfbæirnir gömlu. Grjótið er dýrara en torfið. Allt afrennsli úr bænum er í ólagi, því engin renna er vatnsheld (stein-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.