Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Blaðsíða 90

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1895, Blaðsíða 90
1895 88 lögð eða steinsteypt), og í miðbænum eru þær flestar hallalausar. Afleiðingin er sú, að rennslið stendur kyrrt í þeim, rotnar, þegar heitt er, fyllir bæinn með ódaun og sígur svo ofan í jarðveginn, en úr þessum sama jarðvegi tökum við allt neyzluvatn. í bæn- um er auk þess talsvert af salernisforum og fjósforum, en örfáar eru þær steinlímd- ar og hjálpa því rennunum til þess að óhreinka jarðveginn. Öllu sorpi er safnað í gryfjur eða hauga. Þar fær það að rotna og er ekki flutt burtu nema einu sinni eða tvisvar á ári víðast hvar. Skolp og skolvatn fer líka aht niður í jarðveginn að heita má. Sums staðar eru jafnvel grafnar gryfjur fyrir það til þess að létta því leiðina. Allur þessi óþrifnaður hlýtur, eins hér sem annars staðar, að valda mikilli óhollustu. Þegar jarðvegurinn er gegnsósa af rotnunarefnum, stígur ódaunninn upp í húsin og vatnið í brunnunum skemmist. Ef alvarlegar landfarsóttir ber að höndum (kólera, illkynjaður typhus o. s. frv.), má búast við, að þær hertaki allan bæinn. Alls staðar annars staðar hefur það komið í ljós, að heilsufar hefur batnað og manndauði minnkað, þegar bætt hefur verið úr þessum annmörkum í þrifnaði. Ég tel rangt að skella skuldinni á heil- brigðisnefnd bæjarins, því ég sé eltki, að hún geti neinu áorkað, fyrr en fengin er sérstök heilbrigðissamþykkt fyrir bæinn. Þessar greinar um þrifnaðargæzlu, sem standa í lögreglusamþykkt bæjarins, eru harla ónógar. I danska ríkinu eru nú, auk bæjanna á íslandi, ekki nema 2 smáþorp, sem enga sérstaka heilbrigðissamþykkt hafa. — Að endingu skal ég geta þess, að snemma á árinu var sett á fót baðhús hér í bænum fyrir tilstilli læknanna og ýmissa bæjarbúa. í því eru 2 kerlaugar og 1 steypibað. 9 fyrstu mánuðina, sem það var opið, voru í því teknar ca. 1100 kerlaugar og yfir 3000 steypiböð. 3. aukalæknishéraö. Hvað þrifnaðinn snertir, þá má svo að orði kveða, að hann sé í allgóðu lagi hér á Skipaskaga, húsakynni manna víðast þokkaleg og góð. Að visu eru menn oft hirðulausir með vilpur sinar og sjómenn með slor sitt. Kemur þetta einkum fram á vorin, þegar hitnar í veðri, að megnan daun leggur af þessu. Hér á að heita, að til sé heilbrigðisnefnd, en hún kemur að Iitlu gagni, þar sem hún ekkert vald hefur. í Innri-Akraneshreppi er þrifnaðurinn því miður ekki í eins góðu lagi. Híbýli manna eru, að fáeinum undanteknum, bæði lítil og loftill, og sjaldan mun sums staðar vera hugsað um að hleypa inn heilnæmu lofti — mér liggur við að segja — svo árum skiptir. Hvergi í umdæmi mínu er scabies jafnalgengur. Sýnir það eitt ljóslega, hve þrifnaður er á lágu stigi. Liggur við, að hann sé þar endemiskur. I hinum öðrum hreppum í umdæmi þessu má kalla, að þrifnaður sé í nokkurn veginn góðu lagi. 4. Bólusetningar. 2. læknishérað. Almenn bólusetning á óbólusettum börnum fór fram á þessu ári í Keflavík. Annars staðar hefur hún mér vitanlega ekki farið fram, en öll óbólusett börn, sem ég hef hitt á ferðum mínum um umdæmið, hef ég bólusett. 4. læknishérað. Bólusetning hefur því miður verið vanrækt í mesta lagi, og hef ég, jafnharðan og mér bárust hin neitandi vottorð frá prestunum, brýnt fyrir þeim, að við svo búið megi ekki standa. Bóluefnið var sent til þeirra allra í vor, strax og það barst mér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.