Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Side 15
1012
15*
B o r g a r f. Allslæmt kvef gekk víða í mars.
Flateyrar. Kvefsótt gekk tvisvar: í maí—júní og aftur í des.
Seinni sóttin lagöist einkum þungt á börn. Eitt dó.
B 1 ö n d u ó s. Vont vorkvef gekk í maí—júlí. Spilti til aö voriö var
kalt. Þaö var skæöara en infl. um haustiö.
S v a r f d. Kvefs. var meö fátíöasta og vægasta móti.
Akureyrar. Kvef meö tíöara móti.
R e y k d æ 1 a. Kvefsótt gekk um mitt sumarið.
H ú s a v. Gekk víða í apr. en meinlítil.
V o p n a f. Slæm kvefsótt gekk framan af árinu og um mitt sumar
önnur bráðsmitandi, sem jeg kalla infl.
Fáskrúösf. Kvefs. hefir veriö alltíð. Mest í maí. Enginn mun hafa
dáiö.
Rangár. Töluverð kvefsótt gekk í jan., júní.
Eyrarb. Kvefsótt tíö einkum í janúarmán. og frarnan af ári. Sner-
ist í lungnabólgu á sumum, en varð þó fáum að fjörtjóni.
K e f 1 a v, Hin venjulega kvefsótt gekk frá nýjári til fardaga um alt
hjer. Yfirleitt væg. Mest bar á henni í útverunum, þar sem húsakynni
eru verst og þrifnaður.
Hróarst. í jan. og febr. gekk vont kvef sem barst úr Fjörðunum.
Líktist þó ekki infl.
7. Inflúensa.
S k i p a s k. Infl. barst í miðjum nóv. frá Rvík. Gekk óvenju dræmt
yfir og var meö vægasta rnóti, lagðist þyngst á gamalmenni og lasburða
fólk. Engin börn innan 5 ára sýktust. Var ekki gengin um garö viö áramót.
Borgarf. í nóv. barst illkynjuð kvefs. eöa infl. úr Borgarnesi. Vafa-
samt hvort um reglulega infl. hefir verið aö ræða. Lítiö bar á rhinitis
og conjunctivitis og ekki urðu sjúkl. þrútnir i andliti. Meltingartruflanir
voru ekki algengar. Ekki var sótt þessi heldur eins næm og tíðast er um
infl. Tíndi smám saman upp heimilisfólkið á bæjunum. Þó kom það fyrir.
að allir heimilismenn lögðust hjer um bil í einu. Kvefpest þessi fór um
alt hjer. og kom nál. á hvern bæ. Flestir veiktust rnikið 2—3 daga, þó
fæstir leituðu læknis. Taugatruflanir voru alltíðar, ennisverkur, bak-
verkur og hitasótt stöðug einkenni. Var lokið síðast í des.
Stvkkish. Nokkur infl. gekk í nóv. og des.
R e y k h ó 1 a. Heilsufar bágborið í jan.—febr. og nóv.— des. Þessu
hefir valdið kvef með hitasótt, sem enginn vafi er á að hefir verið infh
Hún hefir tínt upp hvert einasta heimili og varla nokkur sloppið við rúm-
legu í lengri eða skemri tírna. Mannskæö var hún ekki nema gamalmenn-
um og dóu 4 í Reykhólahr. í febr. — Síðustu mán. ársins var hún þyngri
á fólki og auk þess töluvert langvinn, þetta frá ýá mán.—3 vikur á heirn-
ili, en enginn dó þá úr henni. Surnir fengu eftirköst á taugakerfinu.
Bíldud. í byrjun árs gekk hjer infl. og veiktust margir í Bíldudal,
en enginn dó.
H e s t e y r. Infl. fluttist frá ísaf. í júníbyrjun. Aö eins fáir lögöust
í rúmiö og sóttu sjóróðra eftir sem áður. Veikin var því mjög væg og
eftirkasta varö ekki vart.
S t r a n d a. Infl. gekk í nóv.—des. Dóu nokkur gamalmenni.