Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Síða 26
1913
26*
vart viö sig í 20 ár. Barst meS unglingspilti frá Rvík. Gekk mjög dræmt.
yfir og var ekki lokiö viö áramót. Framan af var hún mjög væg, og margir
gengu meS hana án þess að kenna sjer nokkurs verulegs meins, sumir
bólgnuöu jafnvel svo lítiö, aö varla sást. Eftir því sem fór aS líða á og
veSur aö versna, harSnaSi hún og fengu þá nokkrir karlm. orchitis, en
konur bólgu í brjóstin. Langvægust var hún á 1—5 ára börnum. Þeir,
sem eldri voru bólgnuSu meira og voru talsvert lasnir í 7—8 daga, enda
hætti sumum til aö fara ógætilega meö sig. Verulega slæm eftirköst fjekk
þó enginn. Flestir sýktust á 15—30 ára aldri (25), að eins 3 börn 1—5 ára.
Borgarf. Hettus. barst 18. nóv. úr Borgarnesi aö Hvanneyri. Veikt-
ist nál. hver maður á heimilinu og gekk veikin þar til jóla. Breiddist hún
smám saman um allt hjeraöiö. Yfirleitt væg, en mörgum hefir slegiö
niður 2—3 sinnum. Stundum hefir allmikill íiiti fylgt henni (yfir 40°).
Eistnabólga alltíð. Reynt var að hindra útbreiðslu frá Hvanneyri, en
tókst ekki.
F 1 a t e y r. Hettus. barst hingað síðast á árinu. Var væg.
Miðfj. Hettus. barst í des. úr Rvík og breiddist út. Væg.
H ú s a v. Hettusótt barst um haustið með stúlku frá Rvík. Hún legsi
á Hjeðinshöfða á Tjörnesi, og liggur þar 3—4 daga, heldur svo áfram
heinileiðis til Mývatnssveitar og er þá enn með mikla andlitsbólgu. Á
leiðinni gisti hún á barnaheimili á Húsavík, en enginn smitaðist þar og
heldur ekki annarsstaðar, þar sem hún fór um, nje heima í sveit hennar.
Hjerumbil 3 vikum eftir að hún fór frá Hjeðinshöfða sýktist þar ein
stúlka, lá í 2—3 daga, en ekki veiktust fleiri í það sinn. Hjerumbil 3
vikum þar á eftir veiktust öll börn bóndans, 6 að tölu, um svipað leyti.
Grunaði hann þá loks, að um farsótt væri að ræða og vitjaði læknis.
Siðan hefir borið á veikinni á stöku bæ um Tjörnesið. Sóttin er mjög væg
og fæstir leggjast. Sumir merkja að eins nokkurn stirðleik í hreyfing-
um kjálkans um tíma, — og ekkert annað. Engar ráðstafanir til að hefta
útbr., aðrar en þær, að láta almenning vita um útbreiðsluna og geta þeir
]iá fremur varist, sem vilja. Ferðasaga stúlkunnar bendir til þess, að
sýkingarhætta af sjúkl. hverjum vari skamt. Stúlkan kom við á fleiri
heimilum á Húsav. en því, sem hún gisti á.
S í ð u. Hettusótt kom um haustið, bæði að austan og vestan. Hún
kom ekki á nærri alla bæi og var þó víða farið dult með hana, til þess
að geta farið allra sinna ferða. Hún var væg, sjerstakl. á börnum, þyngri
á feitlögnum unglingum. Fylgikvilla varð ekki vart.
M ý r d. Einn sjúkl. Hefir ekki breiðst út.
R a n g á r v. Hettusótt barst úr Rvík i nóv., en enginn sjúkl. skráður.
V e s t m. Barst frá Rvík í nóv. Týndi flesta upp.
K e f 1 a v. Barst í nóv.byrjun frá Rvík. Var farin að breiðast út um
áramótin. Væg. Á þeim heimilum, sem hún kom, tíndi hún flesta upp, sem
ekki höfðu haft hana áður.
5. Barnaveiki.
R v í k. Gerði vart við sig allt árið og var yfirleitt væg (38 sjúkl. 1
dó). Sótthreinsað er ætíð eftir veikina, en ekki hindrar það þó útbreiðsluna.
S k i p a s k. Dipth. á einu heimili (1 sjúkl.). Uppruni óviss. Veikin
allþung. Serum og varúð. Breiddist ekki út. Sótthr. á eftir.