Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Blaðsíða 27
27*
1913
Nauteyr. 3 sjúkl. Á einum lömuSust fætur svo, aö hann gat ekki
staöið.
S t r a n d a. Barnav. stingur sjer a'ö eins niöur á örfáum stööum og
er þó engin sóttkviun viöhöfö.
Sauöárkr. Barnav. á einu sveitaheimili.
F á s k r ú ð s f. Kverkabólga var tíö einkum í nóv.—des. Sumir af
sjúkl. þessum hafa haft væga diptheritis, því 4 fengu lamanir á eftir.
M ý r d a 1 s. Kom fyrir á 2 bæjum. Væg. Liklega flutt aö vestan.
Vestmannaeyja. Væg barnav. stakk sjer niður.
E y r a r b. Kom á eitt heimili á Stokkseyri. Hefir eflaust gengið á
mörgum bæjum í Flóa, því þaöan komu sjúkl. meö gómlamanir, sem
höfðu komiö eftir kverkabólgu.
K e f 1 a v. Kom fyrir eitt sinn, en kverkabólga var mjög tíö.
6. Kvefsótt.
R v í k. Kvefsótt gengur hjer árl. í þetta sinn allþung, mest í jan.—apr.
Einn læknanna nefndi faraldur þennan infl. (74 infl.sjúkl. í jan.). Sjúkd.
lagöist einkum á börn og fengu fjölda mörg þeirra bronch. cap. og bronch.
pneum.
S k i p a s k. Hálfum mánuði eftir infl., í febrúarlok, kom upp kvefsótt.
Lagðist einkum á börn 1—5 ára. Einn sjúkl. dó. 3 fengu lungnab. Ann-
ars var kvef fátítt á árinu.
B o r g a r f. Kvefsótt gekk í febr., apr. og maí. í febr. lagðist hún
þungt á börn og eitt barn dó. í apríl gekk kvef alment yfir og var ekki
lokið fyr en í maí. Minni hitaveiki fylgdi henni en febrúarfaraldrinum.
S t y k k i s h. Töluverð kvefsótt fyrri mán. ársins.
Nauteyrar. Kvefsótt í mars. Væg.
S v a r f d. Kvefsótt var væg, snerist sjaldan upp í lungnab. Einkum
fyrri hluta árs og í des.
H ú s a v. og Axarf j. Kvéfsótt var víða i júní og júlí en fáir lágu
rúmfastir.
V o p n a f. Slæm kvefpest í júlí og ágústmán. Tvö börn dóu, mörg
urðu mjög veik.
H r ó a r s t. Mjög þung kvefsótt og lungnab. hefir stungið sjer niður.
F 1 j ó t s d. Kvefsótt lagðist mjög þungt á sum börn, einkum í júnímán.
S e y ð i s f. Kvefsóttin gamla, sem kölluö er influensa, gekk, mest í
júní. Miklu fleiri sýktust en skráöir eru. Óefað átti hún nokkurn þátt í
manndauðanum.
Beruf. Kvefsótt síðustu mán. ársins. Fengu sum börn lungnab. upp
úr henni og eitt dó.
R a n g á r. .Gekk víða í mars—ágúst. Nokkrir fengu lungnab.
E y r a r b. Kvefsótt var algengasta farsóttin. Snerist i lungnab. á sum-
um. (136 sjúkl.).
G r í m s n e s. Kvefsótt (infl.) gerði talsvert vart við sig, en var svo
væg að fáir vitjuðu læknis.
K e f 1 a v. Infl. frá fyrra ári breiddist út um vertíðina. Væg. Tíndi
smámsaman alla upp á hverju heimili. Sumir veiktust oftar en eitt sinn.
Enginn dó. —- Vanal. kvefsótt gekk um alt hjeraðið haust og vor.