Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Page 35
35*
1913
heilbrigöisnefnd illa aS sannfæra hreppsnefnd um nauösyn skólpræsa.
Þrifnaöur utan húss og innan færist í vöxt. Erfiðast gengur meö sloriö
um vertíöina, og hefir heilbrigöisnefnd haft mikiö ómak viö aö koma
því í nokkurnveginn gott lag. — Böö eru meira notuö en fyr. Hafa ung-
mennafjel. átt góöan þátt í því. Sundkensla fer fram í Leirársveit og
hafa margir notið hennar.
B o r g a r f. Þrjú ný, tvílyft steinsteypuhús hafa veriö bygö í hjerað-
inu og ein steypt pallbaöstofa meö kjallara undir. Ofnum smáfjölgar í
híbýlum manna, og vatnsveitum inn í hús. Skólpræsi hafa verið gerð á
þó nokkrum stööum og nokkur ný salerni, en víða vantar þau. Þrifn-
aður utan bæjar og innan vex. — Köld böð talsvert notuö af unga fólkinu.
D a 1 a. Auk kauptúnsins eru 206 fjölskyldur í hjeraöinu, sem hafa
húsakynni út af fyrir sig. Af þeim eru ]o einlyft steinhús, 38 timbur-
hús og 158 torfbæir. Flestir bæir eru með timburþili, sumir að miklu leyti
úr timbri. Fullur fjóröungur torfbæja er með gömlurn og ljelegum baö-
stofum. Allvíða (ca. þj) er sjerstök gestastofa, annaöhvort undir lofti
eöa í framhúsi. Þær eru kaldar og hvergi hitaðar. Víðast er enginn ofn
í baðstofu, en sumstaðar eldavjel, eða í sjerstöku húsi við enda baðstof-
unnar. í steinhúsunum er víðast að eins eitt herbergi hitaö og þar hefst
heimafólkið við á daginn. — Salerni eru hvergi við hæi og óvíða við hús.
Ó la f s v. Húsakynnin víðast of þröng í sjóplássunum, en þó eru menn
farnir að byggja betur en áður. Húsin eru haganlegri, bjartari, loftbetri
og rakaminni. Fráræslu er víða mjög ábótavant og sorphaugar oft skamt
frá húsdyrum manna. Salerni eru mjög óvíða.
Flate-yrar. Þrifnaður heldur að batna.
ísaf j. Húsakynni alþýðu, klæðaburður og viðurværi hefir alt tekið
gagngerðum framförum og það svo stóru nemur, bæði í kaupt. og út
um hjeraðið. Um aldamótin kom vatnsveita á fsaf., en fráræsla var eng-
in og enginn átti þá baðker hjer í hæ. Nú er viða fráræsla og 7 fjölskyld-
ur eiga góð baðtæki. í sveitunum er vatnsveita komin á nokkrum stöð-
um og fráræsla á fáeinum.
Náuteyrar. Þrifnaður má heita fremur góður, þó nokkuð sje á-
bótavant í stöku stað. Kossar eru þó almennir manna á meðal, þó fólk
megi heita hjer vel mannað.
S t r a n d a. Talsverð framför í þrifnaði og híbýlaumgengni allri.
Hvammst. í hjeraðinu eru 4 steinsteypuhús og 1 steinhús.
S a u ð á r k r. Fólkið býr víða í daunillum og dimmum hreysum, margt
saman í litlum kompum, ekki síst á Sauðárkróki. Þessi aumu híbýli hafa
ekki lítil áhrif á þjóðina, andlega og likamlega. — Nú tollar Aþingi se-
ment og önnur byggingarefni og gerir sig þannig að besta verði skræl-
ingjaskapar og dáðleysis. Yfirleitt er þrifnaður betri til sveita en í kaupt.
Þar eru víða forir og haughús fyrir áburð, en ekki í kaupt. Eitt salerni
fyrir almenning með fráræslu er þó þar. Efnahagur kaupstaðarbúa er
Ijelegur, sveitarþyngsli mikil. Stendur þetta flestum framförum fyrir
þrifum.
S i g 1 u f. Húsakynni lík og í öðrum kauptúnum. Víðast ein fjölskyldr.
í húsi. Byggingasamþykt í smíðum. Utan kauptúnsins eru húsakynni lje-
ieg. — Þrifnaður ærið misjafn, en hefir batnað síðan vatnsveitan kom.
Frárensli er erfitt, vegna þess hve flatt liæjarstæðið er og lágt. Fara
3*