Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Side 51
51*
1914
í kauptúninu er sjerstakur sjóöur, sem yfirsetukona og læknir hafa stofn-
aö, til þess að hjálpa fátækum mæörum um klæönaö á börnin. Hefir
jjetta oft komiö sjer vel. Því nær allar konur hafa börn sín á brjósti.
Dúsur þekkjast ekki lengur.
B o r g a r f. Meltingarkvillar ungbarna, sem hafa veriö all-algengir,
veröa smámsaman sjaldgæfari og má þakka jraö meira hreinlæti og auk-
inni kunnáttu á meðferð barnanna. Ungar mæður hafa oftar en áður börn
sín á brjósti, en hættir þó til, aö hafa líka pela meö brjóstinu. Bera
við, aö j^ær mjólki ekki eöa sjeu þá ekki svo fast bundnar viö börnin.
Eina dauðamein ungbarna á þessu ári er kíghóstinn. Eftir mínu ráði
reyndi margur maöur, sem átti börn á fyrsta ári, að einangra þau og
tókst jreim allflestum að verja börnin.
Ó 1 a f s v. Meðferð barna betri en var fyrir nokkrum árum. Mæður
hafa börn sín á brjósti, þegar því verður komiö viö. Barnasjúkd. og
barnadauöi miklu sjaldgæfari en áður.
B í 1 d u d. Flest börn á brjósti fyrstu mánuðina. Barnadauði enginn i ár.
Sauðárkr. Algengara en hitt, að konur leggi börn á brjóst. Með-
ferð barna annars í meðallagi, eftir því sem um er að gera í vondurn
húsakynnum.
Höfðahv. Fáar konur hafa börn á brjósti. Að öðru leyti er með-
ferð barna góð.
H r ó a rs t. Fleiri mæöur leggja nú börn á brjóst en gerðist fyrir 5 árum.
F 1 j ó t s d. Flestar mæður hafa nú börn á brjósti, og er þó hjer við
raman reip að draga, allrahanda bábiljur og erfiöleika.
G r í m s n. Ungbarnadauði er orðinn fágætur. Þó má það kalla und-
antekning, aö mæður hafi börn sín á brjósti. Sjaldan fá börn á fyrsta
ári að koma undir bert loft, og varla fyr en þau geta vappað á eftir
mæðrum sínum.
3. Húsakynni, þrifnaður 0. fl.
R v í k. Lítið bygt og mikil húsnæðisekla. Varð ekki hjá því komist,
að taka ljelega kjallara til íbúða.
S k i p a s k. Húsakynni batna með hverju ári. Torfbæirnir hverfa og
steinhús koma í staðinn. í kauptúninu eru ekki eftir nema 5 torfbæir.
1 sveitum eru torfbæir víðast, en húsum fjölgar þar þó árlega. Flest eru
])au úr steinsteypu.
Hjer í kauptúninu eru brunnar við þvínær hvert hús, flestir stein-
steyptir og vel frá þeim gengið. Vatnið er víðast hreint og gott, enda
hefir ekki í mörg ár borið á neinum sjúkdómum, sem standa í sambandi
við vatn. Utan kauptúnsins eru sumstaðar ljelega gerðir brunnar, en þó
er vatnið hreint og gott á bragðið, allvíðast.
Fráræsla er hvergi í góðu lagi i kauptúninu. Heilbrigðisnefnd hefir
margítrekað við hreppsnefndina að bæta úr þessu, en ekkert á unnist.
Verða menn því að hella skólpi í garðana eða safngryfjur, sem gerðar
eru úr steinsteypu.
Þrifnaður utanhúss fer batnandi. Erfiðast er með slor á vorin, þegar
mikið berst að af afla. Margir eru þó farnir að hirða slorið og bera það
á tún og í garða.
Klæðnaður er fremur góður, sjerstaklega ytri föt. Allir eru í ullar-