Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Blaðsíða 65
(55*
1915
B o r g a r f. Eitt samkomuhús er hitaS meS hveragufu. — 3 steinhús
hafa veriS bygS á þessu ári, 2 mjög myndarleg. Annaö þeirra er fyrsta
húsiö í þessu hjeraði meö tvöföldum veggjum og mótróði milli þeirra.
Veggjaþykt er 6 þuml. ytri veggir en 3þú innri og 3 þuml. milli veggja.
Virðist ætla að reynast sjerlega vel. — Ofnum og eldavjelum smáfjölgar.
— Skólprennum og vatnsveitum fjölgar óðum og allur þrifnaður utan
bæjar og innan batnar hraðfara. — Salerni vantar þó mjög víða.
Sundkunnátta eykst ár frá ári og er það að þakka ungmennafjel. —
Baðáhöld eru hjer hvergi til nema á Hvanneyri.
Ó 1 a f s v. Húsakynni fara batnandi svo og þrifnaður utan húss og innan.
S t y k k i s h. Menningarástandið er yfirleitt að batna með hverju ári.
B í 1 d u d. Húsakynni víðast l^ærileg en þrengslin oft mest í nýjustu
húsunum. Þrifnaður víðast góður.
Flateyrar. Þrifnaður er víðast hvar dágóður.
H o f s ó s. 1 Hofsós hefir Hofsá verið notuð sem vatnsból, en vatnið
ekki gott, sjerstaklega í leysingum. Var skotið á fundi til þess að ræða
um vatnsveitu og endurbót á salernum, en árangur varð lítill. Salerni vant-
ar við mörg hús; yfirleitt er utanhússþrifnaði mjög ábótavant.
S i g 1 u f. Áætlun var gerð um skólpveitu i kauptúninu. Átti að kosta
18.000 kr., en hreppsnefnd treysti sjer ekki til að leggja út í svo dýrt
íyrirtæki. Frárensli er erfitt vegna hallaleysis. Ráðgert er að koma upp
baðhúsi og lestrarsal handa almenningi í sambandi við barnaskólann.
R e y k d æ 1 a. Þeir bændur, sem nú byggja á jörðum sínum, gera það
myndarlega og traustlega, björt steinhús með ofnum. Stöku bændur hafa
veitt vatni í hús sín í pípum. Heldur fjölgar salernum. Stöku bændur hafa
látið gera baðklefa fyrir sig og sitt fólk.
Ö x a r f. Hreinlæti og þrifnaður batnar, þó mörgu sje enn ábótavant.
Víðast gæta menn sæmilegrar varúðar við sjúka menn, og ekki eru kossar
eins algengir og áður. — Húsakynni eru víða fremur góð, þó eru nokkuö
víða baðstofur á palli og fjós undir. Sumar þeirra nýbygðar. Ofnar eru
í baðstofum á öllum efnaðri heimilum. Samkomuhús eru 2 og ofn í öðru.
Þ i s t i 1 f. Þrifnaður fer batnandi svo og húsakynni. Vatnsbólum víða
ábótavant. 2 kirkjur með ofnum, ein ofnlaus. Ræsting alstaðar óaðfinnanl.
Vopnaf. Báðar kirkjur vel umgengnar og hitaðar. í búðum dvelja
menn nú lítið og hjálpar brennivínsleysið til þess. — Flúsakynni batna
lítið. Gluggar fara þó stækkandi, ofnum fjölgar og þrifnaður yfirleitt
betri. Vatni er víða veitt í bæi.
F 1 j ó t s d. Þrifnaður er hjer í betra lagi en alment gerist í sveitum.
— Steinhúsum fjölgar óðum, en hrákasmíði er á þeim sumstaðar.
Fáskrúðsf. Húsakynni sæmileg og fara batnandi. Steinhús og
timburhús koma í stað moldarkofanna. Flest hús bygð úr steinsteypu
síðari árin.
4. Föt og fæði.
R v í k. Nægar vörur og góður efnahagur.
S k i p a s k. Ytri föt flest úr ísl. ull, unnin i innl. verksmiðjum, nær-
föt útlend úr bómull. — Viðurværi allgott: fiskæti og sjerstaklega, kar-
töflur er hjer aðalfæðan. í sveitinni hafa menn lagt miklu meiri stund
á kartöflurækt en áður.
B o r g a r f. Meira keypt en áður af bómullarfatnaði vegna háa verðs •
5