Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Síða 72
1916
72*
Rvík. Gengu dræmt yfir og voru vægir. Þó fengu einstaka fullorönir
slæma hálsbólgu. Mestir í febr. (börnin í barnask.). Síðustu sjúkl. í mars.
Miklu fleiri veiktust en skráðir eru.
Borgarf. Voru óvenjul. illkynjaðir. Einn sjúkl. fjekk talsverða
nýrnabólgu upp úr þeim.
Ó 1 a f s v. Gengu fyrri hluta ársins (febr.—maí). Veikin væg og engin
sjerleg eftirköst.
D a 1 a. Rauðir hundar framan af árinu. Ýmsir urðu talsvert lasnir,
en fáir leituðu læknishjálpar. Veikin kom á fólk, nærri því á öllum aldri,
en þó aðall. börn og ungl. Lagðist þyngst á fullorðið fólk. Undirbúnings-
tími veikinnar virðist hafa verið á 3. viku. Á fullorðnum bar oft mest á
bólgu og eymslum í eitlunum á hálsinum, undir kjálkabörðum, hjá proc.
mastoid. Eymsli og þroti innan í hálsinum urðu sjaldan svo, að neinu
næmi. Hæsi og hósti var þeim samfara, einkum á þeim sjúkl., sem ekki
hlífðu sjer og voru á fótum. Voru stundum þrálát. Stöku sinnum hjelst
höfuðverkurinn eftir að veikin var bötnuð. Útþotin voru oft mjög lítil.
Flateyj. Bárust í des. frá Rvík. (M. S.).
Hesteyrar. Gerðu víða vart við sig, en læknir sá að eins 8 sjúkl.
A k u r e y r i. Komu fyrir á einstaka heimilum, meðan misl. gengu.
S e y ð i s f. Gengu jan.—mars. 14 skrásettir, en fleiri sýktust.
B e r u f. Gengu yfir allan austurhluta hjeraðsins, seinni hluta vetrar
og fram á vorið. Svo vægir, að aldrei var vitjað læknis.
Eyrarb. Höfðu gengið árið áður. Síðustu sjúkl. í jan. og febr. þ. á.
K e f 1 a v. Rub. bárust frá Rvík í des. 1915. Breiddust út, en voru
mjög vægir.
5. Hettusótt.
Borgarf. Hettusótt barst með pilti úr Rvík 15. maí, á einn bæ.
Veiktust þeir heimamenn, sem ekki höfðu fengið hana áður. Væg. Barst
þaðan út á einn bæ.
6. Barnaveiki.
Rvík. Með allra minstu móti. Væg og læknis ekki ætið leitað. Sjúkl.
iágu í heimahúsum.
B í 1 d u d. Hún stakk sjer niður. Var víst víðar í fullorðnu fólki, en
iæknir vissi af. Croup fengu fáein börn. Serum ætíð notað prophyl. og
til lækninga.
Þ i s t i 1 f j. Dipther. barst í ág. frá Færeyjum. Þar gekk þá veikin.
(M. S.).
E y r a r b. Víða vart við barnav. fyrri helming ársins, einkum í Stokks-
eyrarhr. Þar sem læknir vissi um veikina, auglýsti hann hana, varaði við
samgöngum og ljet sótthreinsa á eftir. Þessar ráðstafanir komu að litlu
gagni, því almennur áhugi var ekki á því að verjast, og margir sjúkl.
leituðu ekki læknis. Veikin fór víðar, en menn vissu.
7. Kíghósti.
S a u ð á r k r. Kígh. kom upp tvisvar í kauptúninu og á 2 bæjum í
sveitinni, en náði ekki verul. útbreiðslu. Fremur vægur.
8. Kvefsótt.
R v í k. Kvefsótt í meðallagi og ekkert sjerkennileg.