Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Qupperneq 79
79*
191?
I. Farsóttir.
1. Hlaupabóla.
B o r g a r f. Barst á Hvítárbakkaskólann í nóv. Hefir ekki sjest í mörg
ár. Allsvæsin. Barst með fatnaði á einn bæ.
B í 1 d u d. Fáeinir sjúkl.
2. Taugaveiki.
R v í k. Taugaveiki tíð þetta ár (70 sjúkl.). Mest kvað að henni í mars
og apríl. Var þá mest í austurbænum umhverfis Frakkastíg og veiktust
sumstaðar margir á sama heimili, svo grunur ljek á, að mjólk hefði flutt
veikina. Var Frakkneski spítalinn fenginn til einangrunar og tóku Frakk-
ar ekkert gjald fyrir. Á öllum grunsömum bæjum í Mosfellssveit, var
heilsufar athuga'S og fanst, að í saur eins manns fundust paratyphus sýklar.
Var mjólkursala bönnu'ð frá ])eim bæ. Veikin hjer í bænum var regluleg
taugaveiki (ekki parat.) og meðalþung. Veikin er hjer landlæg í bæn-
um, en berst auk þess við og við ofan úr sveitum.
B í 1 d u d. Einn sjúkl. Einangrun. Uppruni ókunnur.
Nauteyr. Barst á einn bæ frá ísaf. (2 sjúkk). Þaðan barst hún á
annað heimili.
Svarfd. 7 sjúkl. Sumir lögðust þungt.
Akureyrar. 15 sjúkl. á 3 bæjum.
Eyrarb. 3 sjúkl. Tveir með ljetta veiki, sá þriðji lagðist mjög þungt
og dó.
3. Skarlatssótt.
R v í k. Fremur fátíð þetta ár, dreifð og víðast ljett. Þó allþung á
nokkrum.
B o r g a r f. Barst með manni norðan úr Skagaf. á 1 bæ. Væg. Sam-
gönguvarúð. Sótthr. Breiddist ekki út.
H e s t e y r. Kom upp á einum bæ í apr. 7 menn veiktust. Vanfærri
konu leystist höfn og dó hún síðan úr blóðlátum. Einangrun. Breiddist
ekki út.
Akureyr. Fluttist um haustið líkl. norðan úr Þingeyjarsýslu í tvö
hús í bænum og einn bæ í Sölvadal.
R e y k d. Skarlatssótt barst inn í hjeraðið frá Húsav. í okt. Kom á
nokkra bæi, þó langt væri milli þeirra og samgöngur litlar. Væg. Eng-
in eftirköst.
Ö x a r f. Skarlatssótt fluttist líkl. inn í hjeraðið í okt., en læknir vissi
ekki um hana fyr en í nóv. Sóttin var afar væg, og vissi fólk víða ekki
að hún væri á hiemilunum, fyr en læknir benti þeim á hana. Kom á flesta
bæi í Kelduhverfi og Öxarfirði.
F 1 j ó t s d. Skarlatssótt fluttist um áramótin úr Hróarst.hjer. Kom
fyrst á nokkra bæi á Jökuldal og var þar væg. Læknis sumstaðar ekki
vitjað. Var af sumum álitin mislingar. Um nýjárið sýktist einn bær i
Fljótsdalshr. og í júlí annar. Veikin var mjög misþung. Sumir fengu
nýrnabólgu.
* ASalskýrslur (Á) vanta úr þessum hjeruðum: Hafnarf., Borgarness, Stykkish.,
ísaf., Stranda, Miðf., Blonduós, Húsav., Hróarst., Norðf., Hornaf. og Vest-
mannaeyj ahj eraði.