Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Blaðsíða 90
1918
90*
S e y ö i s f. Kvefiö á þessu ári að engu frábrugðið venjulegu kvefi.
jafnvel ljettara.
S í 8 u. Kvef með minsta móti og vægt.
M ý r d a 1 s. Seinast í júlí barst hingaö vond kvefsótt (infl.) meS ferða-
mönnum úr Reykjavík, og lagöist allþungt á suma. Ekki gekk hún al-
ment yfir, en tók flest fólk á sumum heimilum. Þessi kvefsótt var að
stinga sjer niöur fram á haustiö, en varS vægari eftir því sem á leiö.
7. Inflúensa.
a) Undirbúningstími og næmleiki. H a f n a r f. Undirbúningstími var
oftast 2—3 dagar, sjaldan lengri.
Skipask. — Fyrri fars. í ág. fór hægt yfir. Undirbúningstími
var mjög mismunandi. Á sumum heimilum tók hún flesta meö fárra daga
millibili,' á öörum meö miklu lengri fresti. Þannig fengu hjón á barn-
lausu heimili veikina meö 8 daga millibili.
Síöari fars. (Spánarv.) fluttist frá Rvík. Þar höföu bátsm. 6 klst.
viðdvöl. Tveim dögum eftir heimkomuna veiktist fyrsti sjúkl. og næstu
daga alt fólkiö á heimili hans. Áreiöanlega sýktust 90% íbúa. Lagöist
aðallega á ungt fólk og miðaldra, en fátíö á fólki yfir 50. (Infl. 1894 lagö-
ist aöallega á ungbörn og gamalmenni). Á einu sveitaheimili sýktust 3
kvenmenn, en 3 karlm. sýktust ekki, á öðru sýktust 3 karlmenn. en 4
•kvenmenn sluppu.
Á einu heimili var tekiö móti brjefi frá veikindaheimili og kom ekki
aö sök, heldur ekki þó heimamenn tækju móti flösku, er þeir drukku
úr, sem um veginn fóru. Húsbændur á heimili þessu fóru og kaupstaðar-
ferö til Akraness, komu hvergi inn og sakaöi ekki. Aldur sjúkl. var:
o— 1 ......... 12 sjúkl.
1— S ......... 77 ~
5—15 ......... U4 —
15—65 ........ 382 ■— (195 karlar og 187 konur)
yfir 65 ........ 8 —■ (3 karlar og 5 konur).
Borgarf. Ekki varö jeg þess var, aö hún bærist meö brjefum eöa
dauðum hlutum, en líklegt er þaö, eftir sögum manna, að hún geti bor-
ist í loftinu stuttan spöl undan vindi (2—3 m.). Sex sinnum gat jeg at-
hugaö undirbúningstímann nákvæmlega (á sjálfum mjer og 5 mönnutn
öðrum), og var hann þá altaf sá sami, 48—30 klst. Jeg var sóttur rjett
áöur en jeg lagðist, og fann til sóttarinnar á heimleiöinni, en enginn sýkt-
ist af mjer á bænum, sem jeg var sóttur á.
S t y k k i s h. Varla nokkur yfir 60 ára fjekk veikina. Langmest fólk
á besta aldri.
D a 1 a. Landpóstur gekk frá Rvíkur til Búöardals, eftir að infl. var
orðin útbreidd í Rvík, og sýktist enginn af honum. Sóttnæmið virtist ekki
lifa lengi í dauðum munum.
B í 1 d u d. Póstflutningur smitaöi ekki, þó ekki væri sótthr. Vörum
var veitt móttaka á bryggju úr bátum úr sýktum hjeruðum og sakaði ekki.
Tveir menn úr Rvík fluttu ekki veikina, þó að eins væru 2 vikur liönar
frá því þeir lágu sjúkir. Læknir fór til Þingeyrar, þegar pestin gekk
þar, og fór fram hjá mörgu fólki á bryggjunni. Hann dvaldi þar 14 klst.
(hjálpaöi sængurkonu) í húsi, sem veikin var ekki komin í, og hafði þar