Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Síða 95
afaralgeng og þrálát. Virtist sjúkl. þessum batna enn seinna en lungnab.-
sjúkl. — 3) Lungnabólga, lítil og takmörkuö hjá sumum, mikil og sam-
fara fullkominni deyfu yfir einum lobus eöa tveimur. Andardráttarhljóöiö
var breytilegt, á sumum mjög hvæsandi, á öörum algerlega horfið (stýfla
í bronchus). Deyfan var oft mjög lengi að hverfa. — 4) Empyema fengu
allmargir sjúkl. eftir lungnab. og kom það í ljós við aðgerð, að það stóö
oft í sambandi við ígerð með holumyndun í lunganu. — 5) Bólgur og
ígerðir á ýmsum stöðum í líkamanum. — 6) Mjög mörgum vanfærum
konum leystist höfn eða ólu börn sín fyrir tímann. Margar þeirra dóu.
Veikin fór ekki í manngreinarálit; tók jafnt ríka sem fátæka, var jafn
alvarleg eða alvarlegri í góðum húsakynnum og slæmum. Fólk, sem
naut góðrar hjúkrunar, virtist deyja engu síður en hinir, sem enga höfðu.
Þannig dóu sárfáir í Bjarnaborg og enginn í Suðurpól (25 fátækar fjöl-
skyldur) nema eitt barn, sem var flutt þangað dauðvona.
Skipask. Fyrri fars., í ág., var væg og fór hægt yfir, þó
einkenni væru lík og í síðari sóttinni. Iðrakveisa, sem stundum var mjög
áköf, var almennur fylgikvilli, og það frekar en í hinni síðari.
Síðari fars. (Spánarveikin). Einkenni hennar voru ákafur hiti
(mestur 41.8°), höfuðverkur, óráð, stundum svo mikið, að sjúkl. æddu
um sem óðir menn (varð stundum eigi linað nema með scopolam.-morph.
innspýtingu), kvef, ákafur þurrabelgingshósti, einkum í byrjun, en síðau
með uppgangi, ýmist gulleitum eða blóðlituðum. Uppköst voru mjög tíð
í byrjun, sömuleiðis niðurgangur. Svefnleysi í mörgum, sumir lágu í
móki. — Blóðnasir ákaflega tíðar, einkum á unglingum, stundum nálega
óstöðvandi. Eyrnabólgu fengu margir. Mjög lagðist sóttin þungt á van-
færar konur, og mistu sumar fangs. Tvær konur ólu andvana börn, að-
íramkomnar af lungnabólgu. Önnur lifði, hin dó.
Lungnabólgu fengu 87 sjúkl., 53 með lobar-deyfu og sput. rubiginos-
um, 34 kveflungnabólgu. Stundum kom lungnabólga þegar í byrjun veik-
innar, oftar þó á 5—7 degi. Höfðu sumir farið á fætur, jafnvel með hita.
Allmargir fengu brjósthimnubólgu.
Eftirköst. Neurasthenia, einkum á hjartaveilu og taugaveikl. kven-
íólki. Menn náðu sjer mjög seint, jafnvel þó veikin hefði verið væg. —-
Einn sjúkl. fjekk bráða tb. pulm. upp úr veikinni og dó. Á öðrum sjúkl.
ágerðist veikin við infl.
Stykkish. Sjúkl. höfðu mjög mikinn hálsríg og höfuðverk. Sumir
fengu neuritis, sem erfitt var að lækna. Menn voru lengi að ná sjer.
F 1 a t e y r. Af fylgikvillum bar mest á garnakvefi og einn sjúkl. fjekk
blóðkreppusótt upp úr veikinni. — Blóðnasir voru mjög tíðar. Eftirköst
voru: blepharitis, conjunctivitis, psychoneuroses og vondar neurites.
Einkennilegt var, hve veiki þessi lagðist afarljett á berklaveika. Veikin
ágerðist ekkert og sjúkl. höfðu allir fremur lágan hita.
H e s t e y r. Menn lágu með hita, höfuðverk og máttleysi í 1—3 daga
og flestir náðu sjer fljótt aftur.
S í ð u h. Lliti var 38.5—40.2, stóð 3:—6 daga. Höfuðverkur fylgdi og
fremur Ijett kyef, sem batnaði fljótt aftur. Á einum sjúkl. kom tb. pulm.
í ljós eftir veikina.
E y r a r b. Ein kona og 2 karlm. fengu m e n i n g i t i s síðustu daga
veikinnar og dóu. Ein kona fjekk svipuð einkenni og lifði. — Tveir sjúkl.