Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Qupperneq 112
1919
112*
8. Inflúensa (sbr. kvefsótt).
R v í k. Afleiöingar spönsku veikinnar áriö áður voru miklar og marg-
víslegar: empyema pleurae, bronchiectasiae, absc. pulm., langvint lungna-
kvef, sem oft var sjerlega erfitt að þekkja frá tub. pulm. En það sem
allraflestum var að meini, voru þó alls konar óþægindi frá taugakerfinu,
neurasthenia, hysteria, neuroses cordis og var alt þetta þrálátt og batn-
aði seint.
í apríl kom frakkneskur togari með 3 dauðveika menn. Var fyrst talið
að veiki þeirra væri taugaveiki. Þeir voru einangraðir á frakkneska spítal-
anum. Við nánari skoðun kom í ljós, að veikin var illkynjuð inflúensa.
Einn mannanna dó, hafði lungnaígerð og empyema. Skipið var einangrað
og hlaust ekkert ilt af þvi.
F 1 a t e y j a r. Infl., barnakvefpestin, barst hingað í maí. Miklu fleiri
sýkst en skrásettir. Nál. eingöngu innan 13 ára.
Hesteyrar. 3 sjúkl. fengu Spánarveikina í jan. Kom aftur upp í ág.
Tók flest heimili í Sljettuhr. Sýkti mest börn og unglinga. Hiti hæstur á 2.
sólarhr. (40—40,6°), en stóð ekki lengur en 6—8 klst. 3 bæir sluppu algert.
B 1 ö n d u ó s. Barnainfl. kom upp á Hjaltabakka í maí. Likl. flutt úr
Skagaf. Fjöldi barna veiktist. Veikin breiddist óðfluga út um rjettaleytiö,
mest með gangnamönnum, sem gistu í Grímstungu. Fjöldi manna, eldri
og yngri, hafa sýkst, en margir verið á fótum. Hefir alt annan svip en
barnainfl. í vor. Fylgikvillar minna á spönsku veikina.
A k u r e y r i. Framan af árinu, til 22. mars, var sóttvörn haldið uppi
gegn spönsku veikinni (Suður- og Vesturl.), en alt árið lækniseftirlit
með akomuskipum. Slapp alt N.- og Austurlandið við veikina.
Með Sterling, sem fór frá Rvík, fluttist „barnakvefið“, þrátt fyrit
einangrun á farþegjum í Rvík og sjerstakan lækni með skipinu (Júk
Halldórsson).
Hjeraðsl. telur kvef þetta infl. (Hospitalstidenda, 5. 1920). — Sjá ann-
ars kvefsótt.
E y r a r b. Einn sjúkk fjekk spönsku veikina í jan. Veikin gekk á
heimili hans 1918 (í nóv.), en þá fjekk hann hana ekki. Afleiðingar af
spönsku veikinni sáust fram eftir öllum vetri, stundum bólga í
lungum, er ætlaði seint að hverfa, stundum brjósthimnubólga,- stundum
hjartabilun. — Mjög áberandi afleiðing spönsku veikinnar var hármissir.
Flestir, sem veiktust að marki, mistu hárið meira eða minna. — Surnir,
bæði konur og karlar, urðu nær sköllóttir um tíma. Hárið kom þó aftur
að rnestu leyti jafngott.
Kef lav. Infl. (spánska v.) var um garð gengin í ársbyrjun, en fjöldi
manna voru mjög lasburða fram eftir öllum vetri og sumir urðu ekki
albata fyr en langt var komiö fram á sumar.
9. Lungnabólga.
R v í k. 36 sjúkl. Mest bar á veikinni fyrri hluta árs.
S k i p a s k. Að eins 2 sjúkk
S v a r f d æ 1 a. Pneum. croup. var fátíð, en þung á þeim sem fengu
hana.
H ú s a v. 29 sjúkl. Þung á mörgum í apr. og október, ljettari í maí—