Heilbrigðisskýrslur - 03.12.1920, Side 128
1920
Í2S*
F 1 a t e y r. Infl. barst í júlí. Væg.
í s a f. Barst í apr., fór hægt yfir og var viðurloSandi 3—4 mánuði.
S v a r f d. í júlí fór hitasóttarfaraldur að stinga sjer niöur allvíða, en
mörg heimili eöa jafnvel meiri hluti sluppu.
A k u r e y r. Barst í byrjun júlí frá Þingeyjars. Gekk í bylgjum, að
minsta kosti 3 í Akureyrarbæ, og var hlje á milli, svo haldiS var að nú
væri alt búið. Tíndust svo smámsaman flestir upp, sem fyr höfðu sloppið
(sjá Læknabl. nóv. 1920). Sumir fullyrtu, að veikin hefði tekið sig tvisvar
til þrisvar. — í okt. gekk ný inflúensualda yfir. Á sumum heimilum lágu
flestir heimilismenn í einu 1—2 daga, en venjulega tíndi veikin upp hveru
af öðrum nokkuð dræmt. Var sem slæmt kvef í flestum, stundum snögg
hitaveiki, angina eða pharyngitis. Nokkrir fengu bronchitis. Hjeraðsh
fjekk ilt kvef og sinusitis antr. Highm. Var lasburða á 3. viku.
H ö f ð a h v. Fluttist í júnílok og varaði fram undir áramót. Fór óvenju
hægt yfir, en tíndi smámsaman upp flesta bæi í hjeraðinu.
R e y k d æ 1 a. Barst seint í maí austan af Hólsfjöllum til Mývatns-
sveitar með fjárrekstramönnum. Fór hægt yfir líkt og kvef.
H ú s a v. Infl. barst í júní á Hólsfjöll með vinnumanni, sem kom úr
Vopnaf. Breiddist fljótt út á alla bæi. Stóð þar yfir rúman y2 mánuð.
Þ. 10. júní vitnaðist fyrst um veikina í Húsavíkurhjer. og hafði hún þá
gengið um skeið í Reykdælahjer. en farið hægt. — Á Húsav. breiddist
hún mjög hægt út (júlí—ág.) og sýkti sjaldan heil heimili í senn. —
í okt.—nóv. gekk aftur kvefsótt með sömu einkennum og infl. og sýkti
fjölda manna. Yfirferð var hæg og óregluleg.
Þ i s t i 1 f. Infl. barst í febrúarlok með manni frá Seyðisf. (M. S.).
V o p n a f. Ferðamaður flutti veikina beint frá Seyðisfirði. Fór land-
veg lasinn yfir Hróarst., Vopnaf. og Þistilf.hjeruð og sáði henni út áður
en nokkurn varði. Veikin stóð yfir í 5—6 vikur.
F 1 j ó t s d. Gekk víða um vorið og mest í maí. Var sumstaðar í fleiri
vikur að tína upp heimilisfólkið á bæjum.
S e y ð i s f. Infl. barst í febr. með Sterling frá Rvík, og var fram í apríl.
Fáskrúðsf. Rarst tvívegis í mars frá Seyðisf. með vjelbátum, en
var stöðvuð með einangrun á bátsmönnum.
R a n g á r. í maí-—ágúst gekk kvef, sem líktist inflúensu.
E y r a r b. í maí—ágúst bar ofurlítið meira á kvefsótt en venjulegt
er, gat varla talist inflúensa.
G r í m s n e s. Fyrri hluta sumars gekk víða væg infl., en fáir leit-
uðu læknis.
K e f 1 a v. Rjett eftir að tilkynning kom um veikina í Rvík (7. mars)
kom hún upp í Sandgerði. Hafði flust með mótorbát, sem fór 7. mars
frá Rvík. Breiddist út, fór hægt yfir, var lokið í ágúst.
c) Einkenni og fylgikvillar. Rvík. Veikin hagaði sjer sem ljett infl.
Fáir fengu alvarlega fylgikvilla nokkrir br. cap., sárfáir eiginlega lungna-
bólgu. í dánarvottorðum er infl. eiginlega ekki nefnd. Lítið bar á blæð-
ingum eða sepsis.
Sjúkl. veiktust snögglega með hrolli, einstaka maður fjekk skjálfta
og var þegar altekinn. Beinverkir, mest i baki og útlimum, höfuðverkur
einkum i enni og umhverfis augun, augnhreyfingar sárar, eymsli við þrýst-
ing á augun hjá sumum, hitinn í allflestum 39—40°, sumum mikið lægri.