Gisp! - 12.03.2005, Page 13

Gisp! - 12.03.2005, Page 13
BJARNI HINRIKSSON MÖRKUNUM Þetta níunda líf myndasögublaðsins Gisp! er hvort tveggja vettvangur nýrra myndasagna og sýningarskrá myndasögumessunnar NÍUNNAR. Nú eru liðin þrettán ársíðan Gisp! hópurinn hafði forgöngu um stóra sýningu á Kjarvalsstöðum þar sem sýnd voru verk íslenskra og franskra myndasagnahöfunda. Síðan hefur staða myndasögunnar á íslandi um margt breyst. Aðrar sýningar fylgdu í kjölfarið og útbreiðsla myndasagna jókst með tilkomu sérstakra myndasagnadeilda á bókasöfnum, bókabúðinni Nexus og reglulegri og vandaðri umfjöllun í fjölmiðlum. Myndasögur hafa í auknum mæli fundið sér vettvang á síðum tímarita og dagblaða en bókaútgefendur halda sig ennþá að mestu til hlés. Með nokkrum sýningum á annarri hæð Hafnarhússins viljum við endurtaka leikinn frá 1992 og leita í þetta sinn norðar. Hver er staða Gisp! og íslensku myndasögunnar í dag? Hver er skyldleiki hennar við systur sínar vestan hafs og austan? Hver eru tengslin við íslenska myndlistarheiminn? Hvaða myndasögubrölt er þetta í Erró? Á íslandi er myndasagan frekar nýtt tjáningarform sem á sér stutta fortíð, fáar ef nokkrar hefðir og ótraustan útgáfugrundvöll. Síðustu 20 ár eða svo hefur þó margt þokast í rétta átt og kannski hefur NÍAN loksins lagst að bryggju með myndasögufeng sinn. Með skandínavískum myndhöfundum Optimal Press útgáfunnar í Svíþjóð og kanadískum höfundum frá Drawn & Quarterly, auk Bandaríkjamannsins Arts Spiegelmans og Bretans Daves McKeans, gefst tækifæri til að stefna saman skipum frá löndum beggja megin Atlantshafsins og setja niður akkeri í Reykjavík til fundar við íslenska höfunda. Myndasagan notar jöfnum höndum tvö af helstu tjáningarformum mannsins, orð og mynd. Þar að auki dansar hún línudans á mörkum afþreyingarinnar og listarinnar. Hún sprettur upp úr heimi hins fjöldaframleidda en hefur í auknum mæli orðið vettvangur persónulegrar tjáningar. Þræðirnirsem liggja milli listgreina og landa eru ekki alltaf sýnilegir, landamærin geta verið óljós og erfitt að henda reiður á hvað býr í óbyggðunum. ( meginsal NÍUNNAR er gerð tilraun til að spegla íslensku myndasöguna i myndasögum landanna beggja megin Atlantshafsins. ( því skyni er reynt að nálgast myndasöguna að nokkru gegnum útgáfuhlið hennar. Þó Optimal Press (Gautaborg) og Drawn & Quarterly (Montreal) séu ekki listamannahópar í sama skilningi og Gisp! hafa útgefendurnir Ingemar Bengtsson og Chris Oliveros mjög skýra útgáfusýn og á rúmum áratug hafa þeir skapað sér sterka stöðu í útgáfu metnaðarfullra höfundarverka. Gisp! gaf út sitt fyrsta myndasögublað 1990. Sama ár gaf Drawn & Quarterly út fyrsta hefti samnefnds blaðs. Ári seinna kom út fyrsta myndasögubók Optimal Press. Gisp! hefur birt sögur eftir nokkra höfunda Optimal Press og D&Q hefur gefið út sögur ýmissa evrópskra höfunda, þ.á.m. norrænna. Hins vegar er reynt að varpa Ijósi á ýmsa þræði er tengja myndasöguna og myndlistina, sérstaklega á íslandi. Á rúmum áratug hafa félagar Gisp! hópsins farið ólíkar leiðir í listsköpun en myndasagan er það form sem sameinar hópinn. Kjarninn í Gisp! hópnum er sem fyrr Bjarni Hinriksson, Halldór Baldursson, Jóhann L. Torfason, Ólafur J. Engilbertsson og Þorri Hringsson. Auk þeirra hafa fjölmargir listamenn átt efni í tölublöðunum átta sem hingað til hafa birst og tengslin við myndlistina eru augljós. í landi þar sem lítil hefð er fyrir útgáfu innlendra myndasagna er erfitt að einbeita sér eingöngu að gerð myndasagna. Þar að auki má með réttu segja að Gisp! spretti upp úr jarðvegi myndlistar fremur en bókmennta. Allir eru Gisp! arar menntaðir á sviði sjónlista og útgáfa hópsins að mörgu leyti persónulegur tilraunavettvangur. Við látum gestum sýningarinnar eftir að spinna eigin þræði í myndasögulandinu en fylgjum þeim úr hlaði með nokkrum orðum um þær útgáfur sem minnst er á fyrr í þessari grein. Ámörkunum | 11
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208

x

Gisp!

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gisp!
https://timarit.is/publication/1525

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.