Víkingsblaðið - 01.05.1973, Síða 17

Víkingsblaðið - 01.05.1973, Síða 17
liann iþetta mjög alvarlega eins og við stúlkurnar“. Þessar æfingar stóðu yfir í 3—4 mánuði, og var komið svo langt, að ibúið var að ákveða keppnisbún- ing, en frá iþví segir Anna Horg í endurminningum sínum. „Seint um síðir urðum við ásáttar um rauðar matrósalblússur, með Ibláum eilítið hvítbridduðum kraga, og bláar leikfimiblúissur“. Þess má geta, að mikið hafi verið rifizt um það, ihvernig búningur- inn ætti að vera. En brátt fór að koma babb í bátinn, og stúilkurnar fóru að tínast út úr ein og ein. Það kom nefnilega í ljós, að kvennaknattspyrnan átti sina féndur, þótt þeir ynnu leynt. Alls konar sögum um óhollustu henn- ar var á kreik komið, svo sem að stúlkurnar fengju stórar lappir af Iþví að lleika knattspyrnu og þær gætu kannski ekki eignast börn seinna meir. Margar stúlknanna voru i dansi jafnhliða, og iþar sem þær óttuðust að fá islórar lappir, sem að sjálfsögðu var óheppilegt fyrir dansmentina, fómuðu þær knatt- spyrnunni. Þannig gekk þetta unz markvörðurinn stóð einn eftir, og þar með var lokið sögu þessa „fyrsta kvennaknattspyrnuliðs á fslandi“. „Það voru þó sárábætur fyrir okkur stúlkurnar, að þar sem við vorum skrifaðar í Víking, fengum við ókeypis á Víkingsböllinn“, isegir Ásthildur. Þá var nefnilega siður hjá félögunum að slá upp balli í Bár- unni eftir leiki, og þangað flykktust stúlkurnar, sem allar 'höfðu að sjálfsögðu komið á völlinn til að hvetja Víking. Þess má geta hér til gamans, að margar stúlknanna æfðu körfuknattleik á 'Hólavalilatúninu um 1920, en skozkur maður hafði sett þar upp körfuhringi. Þetta var tugum ára áður en körfuknattleikur var almennt iðkaður bér. Þá lék Ásthildur golf með skozku vina- fólki isínu á Þingvöllum 1923, en ekki var farið að iðka golf bér af alvöru fyrr en mörgum árum síðar. PEUGEOT 404 sendiferðabifreið Burðarþol 1000 kg. . Allar frekari upplýsingar veittar UMBOÐ A AKUREYRI VÍKINGUR SF. ffij HAFRAFELL HF. . FURUVÖLLUM 11 Ky GRETTISGÖTU 21 AKUREYRI, SlMI 21670. SlMI 23S11. L_____________________________________________________________________I 15

x

Víkingsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkingsblaðið
https://timarit.is/publication/1528

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.