Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.02.2021, Síða 37
Sveppasúpa Þessi súpa hefur lengi verið í uppá- haldi hjá mér, einföld í framkvæmd og ekki dýr máltíð sem allir verða saddir og sælir af. Tilvalið að bera hana fram með góðu baguette-brauði og setja eitt- hvað gott ofan á það, eins og hér sýni ég rautt pestó, ólífur og svo raspa ég parmesanost yfir. 500 ml rjómi 1½ l vatn 1 stk. grænmetisteningur 150 g portobello-sveppir 250 g sveppir 50 g smjör 150 g villisveppaostur Salt og pipar að vild Byrjið á að skera villisveppaostinn niður í minni bita og setjið út í pott. Hellið rjómanum og vatni saman við villisveppaostinn og setjið á vægan hita, leyfið ostinum að bráðna og hrærið vel í blöndunni. Á meðan osturinn fær að bráðna er upplagt að skera alla sveppina niður og steikja þá í öðrum potti upp úr smjörinu, þeim er síðan blandað saman við rjóma/ostablönduna og leyft að blandast vel saman í um 20- 30 mínútur á vægum hita. Setjið grænmetistening saman við og saltið og piprið að vild, mér finnst gott að hafa nóg af pipar til að gefa extra gott bragð. Leyfið súpunni svo að sjóða í um 30-40 mínútur. Ef þið hafið tíma þá verður hún bara betri því lengur sem að hún fær að sjóða. Una í eldhúsinu Ódýr og fljótgerð súpa sem börn og fullorðnir elska. Villi sveppaosturinn er snilld og virkar einnig sem sósa sé hann bræddur með rjóma og nautateningi bætt saman við. MYNDIR/AÐSENDAR Seðjandi sveppa - súpa MATUR 37DV 26. FEBRÚAR 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.