Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 8

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 8
BÖRN 06 AAENN1N6 Norræn framtíð Haustið 1995 samþykktu norrænu menningar- málaráðherramir framkvæmdaáætlun um samstarf um barna- og unglingamenningu fyrir tímabilið 1996-2000. Yfirskrift hennar er Norræn framtíð. Aðaláhersla Norrænnar framtíðar er lögð á menningu bama og unglinga á aldrinum 7-18 ára. Þegar talað er um bama- og unglingamenningu er bæði átt við þá menningu sem böm og unglingar skapa og menningu sem fullorðnir skapa handa börnum og unglingum. Til að efla þetta samstarf var stjórnarnefnd um norræna barna- og unglingamenningu (skamm- stafað BUK), mynduð árið 1996. í nefndinni er einn fulltrúi frá hverju landi. Þeir, ásamt vara- mönnum, eru tilnefndir af ráðuneytum eða menningarráðum ríkjanna. Hlutverk BUK er að hrinda í framkvæmd áætlun um samstarf á sviði barna- og unglingamenningar. Stjórnarnefndinni ber að fylgjast með þróun mála, dreifa upplýsingum og koma með tillögur um verkefni, ráðstefnur og þess háttar. BUK starfar með öðrum menningarnefndum á vegum ráðherranefndarinnar, svo og öðrum aðilum - ekki síst bömum og unglingum á Norðurlöndum. Stjórnarnefndin hefur eigið ráðstöfunarfé til að styrkja samstarf á milli svæða og til annarra norænna samstarfsverkefna. unglinga. í maí 1997 var upplýsingahluti tölvu- netsins lagður inn á Intemetið. Þar er hægt að nálgast upplýsingar um styrki, norræn samstarfs- verkefni, fréttir og margt fleira. Annar hluti tölvunetsins er samskipta- og spjallrás sem kallast FORUM. Þar geta böm og unglingar á Norður- löndum með sömu áhugamál talað saman og skipst á upplýsingum og skoðunum. Slóðin er: http://valhalla.norden.org. Þegar veittir eru styrkir til samstarfsverkefna á sviði barna- og unglingamenningar er miðað við þær grundvallarreglur sem gilda hjá Norrænu ráðherranefndinni. Minnst þrjú lönd eða sjálfs- stjómarsvæði verða að eiga aðild að verkefninu, en þó er nægilegt að aðeins tvö lönd taki þátt í því, ef annar eða báðir aðilar koma frá Grænlandi, Færeyjum, íslandi, Norðurkollusvæðinu eða Austur-Finnlandi. BUK styrkir svæðisbundið samstarf með það að markmiði að treysta tengsl norrænnar samvinnu við starfið heima fyrir. BUK leggur áherslu á að verkefnið efli norræna samkennd með því að kveikja áhuga barna og unglinga á norrænu samstarfi. ísland hefur átt fulltrúa í nokkrum þeirra verkefna sem BUK hefur styrkt, en engin umsókn hefur borist að frumkvæði íslendinga. Meðal þeirra verkefna sem BUK hefur hrundið af stað árið 1997 er norrænt tölvunet fyrir börn og Ragnheiður H. Þórarinsdóttir Menntamálaráðuneytinu 6

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.