Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 9

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 9
BÖRN 06 MENN|N6 Bcirnamenníng Sum sannindi falla ekki í fymsku, til dæmis þau gamalkunnu orð: hvað ungur nemur sér gamall temur. Það sem menn upplifa og læra í bernsku er veganesti til allrar framtíðar. Þjóðin býr í bráð og lengd að öllu því sem er gert til að koma börnum til þroska - fyrr en varir hafa bömin vaxið úr grasi og tekið við af okkur og þá verður það hugarfar og verðmætamat sem þau tileinkuðu sér ung það sem ræður okkar för. Þegar litið er til alls sem reynt er að gera fyrir böm á íslandi þá er vissulega margt sem við getum verið hreykin af. Margt hefur gerst jákvætt í skólakerfi okkar sem styrkir sjálfsmynd og fmm- kvæði bama. Sitthvað hefur verið gert til að leiða börn inn í verðmætaheim mennta og lista: við eigum ágætar barnabókmenntir sem víða hafa farið. í tónlistamppeldi hefur orðið meiriháttar bylting á skömmum tíma. Bæði stofnanir okkar um leiklist og ekki síst ungir eldhugar hafa komið upp ágætu og fjölbreyttu barnaleikhúsi. Allt það sem hér er upp talið leggst á eitt með að miðla börnum af þeirri siðfræði, af þeirri skilagrein góðs og ills, sem þarf að hríslast um alla vitund þeirra og þau mega síst án vera. Á öllum tímum er brýnt að sem flestir komi að því góða verki að efla barnamenningu í landinu, menningu og siðvit bömum til styrktar. Ný kynslóð mætir miklu og oft vafasömu áreiti, sem tengist hraða, tímaskorti, flaumi neikvæðra upplýsinga og frétta sem ala á vonleysi bama og kann að leiða til þunglyndis, ofbeldi í sjónvarpi og tölvuleikjum og öðm því sem fer á skjön við þann heim sem vert er að keppa að. Böm eru of oft og lengi skilin eftir í einsemd andspænis vélrænni og æsilegri skemmtun, og mörg böm eru afskipt, of mikið heyra þau af því skaðlega lýðskrumi að agi sé það sama og kúgun og ófrelsi. í allri þessari hringiðu standa gömul gildi einatt höllum fæti — ekki síst sá sjálfsagi sem er eitt besta veganesti út í lífið og tengist vakandi vitund um það hvað hver og einn vill helst gera við líf sitt. Gleymum því aldrei að böm eru blessun og um leið jákvæð ögmn við það sem er skást í okkur sjálfum. Við bregðumst best við slfkxi ögrun með því að líta fyrst í eigin barm hvenær sem málefni bama og uppeldismál eru skoðuð. Með því að muna sem best hvernig það var að vera barn. Og umgangast börn með hlýju og alúð rétt eins og við sjálf vildum láta umgangast okkur þegar við vorum að uppgötva að heimurinn er ekki fullkominn. Enda er alltaf margt ógert við að búa hann til - það erum við, hver ný kynslóð sem gerum það.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.