Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 20
BÖRN 06 /v\ENN|N6
kynslóðarinnar“ eins og Lóa Aldísardóttir kemst að
orði í ritdómi sínum um bókina (Tíminn, 19. 12.
1995). Hún er líka tilbúin til að endurmeta afstöðu
sína til fólks og viðurkenna eigin fordóma og
kemst þannig að því að keppinautur hennar um
ástir sætasta stráksins í bekknum, „barbídúkkan“
Heiða, er í raun skemmtilegasta stelpa og hvorki
heimsk né merkileg með sig eins og Magga Stína
hefur gengið út frá. Á sama hátt segir stóra nefið á
Jónasi, bekkjarbróður Möggu Stínu, ekkert um
hans innri mann því mun meira reynist í hann
spunnið en hinn sæta Matta. Samband Möggu
Stínu og Jónasar þróast úr sambandi bekkjar-
systkina í náið vináttusamband og hann verður æ
meira spennandi í augum Möggu Stínu eftir því
sem hún kynnist honum betur. Það er líka Jónas
sem fær Möggu Stínu til að koma skrifum sínum á
framfæri en í ljós kemur að hún er sískrifandi skáld
og á „að minnsta kosti þrjátíu stílabækur fullar af
sögum og ljóðum.“ (51) Jónas biður hana að semja
texta fyrir hljómsveitina sem hann er í og hann
sýnir einnig stuðning sinn og trú á Möggu Stínu
þegar hann tekur þátt í uppreisn hennar gegn
skólanum.
Skólinn sem Magga Stína gengur í er ekki
mikið skárri en skóli Ilmar í Búrinu. Kennararnir
eiga enn í persónulegum útistöðum við nemendur
og ekki síst þá sem eru sjálfstæðir og vel gefnir
eins og Magga Stína. Sumir hverjir sýna af sér
fádæma vanhæfni og að því er virðist hreina mann-
vonsku, sérstaklega „handavinnubaninn" Hólm-
fríður sem sýnist komin mun styttra á þroska-
brautinni en margir nemendurnir. Magga Stína
óskar sér helst að losna frá þessu „Musteri Hinnar
Andlegu Eymdar“ (48) og semur meðal annars í
huganum morðsöguna Kennaramorðin:
Nokkrir kennarar við sama skóla eru myrtir á
dularfullan hátt: Enskukennarinn deyr af því að éta
þrefaldan skammt af súkkulaðitertu með blásýru-
kremi, yfirkennarinn er rekinn í gegn með yddaðri
reglustiku á leiðinni heim af leynilegum ástafundi
með skólasálfræðingnum ... og handavinnukennarinn
- hún finnst AUÐVITAÐ hengd í málbandinu. Eina
vandamálið var að ákveða hver ætti að vera
morðinginn því samkvæmt morðsöguhefðinni varð
morðinginn því miður að nást að lokum og hljóta
einhvers konar málagjöld. Kannski best að setja
skólastjórann í það hlutverk (128)
Þarna notar Magga Stína skopskyn sitt og
sköpunarkraft til að bregðast við mótlætinu en
dettur ekki í hug að gefast upp. Hún reynist líka
síður en svo vera „peð“ þegar hún stendur uppi í
hárinu á fulltrúum þess kerfis sem henni finnst
kúga sig og er sannfærð um að hún sé þar að
berjast fyrir réttlæti sér til handa. Hún segir bæði
Hólmfríði og skólastjóranum til syndanna og neitar
að taka þátt í þeim skrípaleik sem henni finnst
handavinnutímarnir vera, án þess þó að gefa
skólann alveg upp á bátinn. Tónninn er því mun
bjartari en í Búrinu þar sem Ilmur hafnar í dósa-
verksmiðju þegar hún getur ekki tekist á við
kæfandi skólann. Magga Stína stendur heldur ekki
ein því hún nýtur stuðnings foreldra sinna og
íslenskukennarans Jóns Besta sem er eini kennar-
inn sem sýnir henni einhvem skilning. Jón er ekki
kallaður „Besti“ að ástæðulausu því hann hefur
brennandi áhuga á kennslunni og leggur sig fram
við að ná góðu sambandi við nemendur sína og
virkja hæfileika þeirra. I lýsingum á kennurunum
og skólanum er þannig dreginn upp mjög
svart-hvítur heimur sem í sjálfu sér er ekki
ótrúverðugur þegar sjónarhom unglingsins er haft í
huga. Það er þó mjög erfitt að koma auga á
einhverja aðra rödd í textanum sem dregur þessa
einföldu heimsmynd í efa og virðast foreldrar
Möggu Stínu til dæmis taka undir flestar skoðanir
hennar á skólanum og kennurunum. Að sama skapi
eru þeir og heimili Möggu Stínu að flestu leyti til
fyrirmyndar þrátt fyrir blankheit og vinnuálag,
ólíkt sundraðri fjölskyldu Völu vinkonu hennar og
ríkri en andlega snauðri fjölskyldu Heiðu. Það er
helst í lýsingum á pabba Völu sem persónusköpun
foreldra í bókinni lifnar og kemst Magga Stína til
dæmis að því að hann er ekki bara einfaldur
skúrkur sem lætur sér á sama standa um dætur
sínar, þótt hann hafi lítið sem ekkert skipt sér af
þeim eftir skilnað hans og móður þeirra, heldur
mannlegur og breyskur og tilbúinn til að bæta ráð
sitt þegar á reynir.
Áð mínu mati hefði vel mátt treysta lesendum
bókarinnar fyrir svolítið flóknari og margræðari
heimi, ekki síst í ljósi þess að innra líf Möggu
Stínu er auðugt og hún er að glíma við tilfinningar
og spumingar sem hún fær ekki endilega einhlít
svör við. En þrátt fyrir þennan ágalla er Peð á
plánetunni jörð skemmtileg og vel skrifuð bók sem
ætti að höfða vel til skopskyns lesandans þar sem
dregin er upp mynd af hressilegri stelpu sem er
tilbúin til að takast á við sjálfa sig og þá plánetu
sem hún býr á.
18