Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 31

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 31
BÖRN OG MENNiNG börnin? Lestu t.d. upphajlega œvintýrið um Mjallhvíti þar sem veiðimanninum er skipað að skera úr henni hjartað? Þetta er samviskuspuming. Satt að segja eru mínar sögustundir afskaplega lítið útpældar. í fyrsta lagi höfum við takmarkaðan bókakost og má kannski segja að þumalputtareglan sé sú að í einni sögu- stund les ég tvær sögur; önnur er saga sem annað- hvort ég eða einhver annar á safninu hefur þýtt; bók sem bömin hafa þá ekki séð áður. Hin sagan er annaðhvort íslensk eða hefur verið þýdd á íslensku. - Ég reyni að lesa ekki ævintýri sem þau þekkja öll, og hef ekki farið mikið út í þau sem em svæsin. Reyndar las ég fyrir þau ævintýri sem heitir „Gæsastúlkan“ sem er frekar óhugnanlegt en þau gerðu svo sem engar athugasemdir. Þau hlustuðu ekki áþig skelfingu lostin? Nei, enda tölum við alltaf um sögurnar sem við lesum og reynum þannig að yfirstíga það sem þeim finnst flókið eða em hrædd við. Erum við þá kannski að ritskoða ofan í börnin? Treystum við þeim ekki til að hlusta á gömlu œvintýrin eða takast á við sögur sem hafa í sér sterkar andstœður, t.d. milli góðs og ills? Það má náttúrlega segja að ég ritskoði strax þegar ég vel það sem ég les. En einhvern tíma las ég bókina ógurlegu um Einar Áskel, Meira ó-ó, Einar Áskell, og þá las ég fyrir krakka sem ég var farin að þekkja og einn strákurinn varð nokkuð smeykur. Honum leið ekki vel vegna allra hnífanna sem koma fram í sögunni og þá bók hef ég ekki lesið aftur. Maður veit stundum ekki hver viðbrögðin verða. Heldurðu að börnin fái tœkifœri til að tala um sögurnar heima hjá sér? Það getum við ekki vitað og því er ekki gott að vera búin að stuða þau og hræða úr þeim líftóruna: „Þama er konan sem er alltaf að segja mér svo ljótar sögur...“ Nei, sögustundimar verða að hafa ljúft yfirbragð, en samt með vönduðum og vel gerðum sögum. Byggirðu sögustundina mikið upp á myndum úr bókunum sem þú lest? Ég sýni börnunum myndirnar, þetta er svo sem ekkert meðvitað, en þau eru nokkuð föst í myndmálinu þótt það sé ekki aðalatriðið. Lestu stundum upp úr bókum sem engar myndir eruí? Já, en þau vilja frekar hafa myndir; þau innbyrða svo mikið efni sem er ein- göngu mynd- ir. Ég efast um að böm á þeim aldri sem koma í sögustund, þriggja til sex ára, hlusti á bamasögur í ú t v a r p i . Þeirra afþreying er meira í myndmáli en í texta án mynda. Heyrist þér á börnunum að það sé lesið fyrir þau reglulega? Það er alveg greinilegt hjá sumum. Það er auðvitað líka lesið fyrir þau í leikskólanum; hér á Selfossi eru eiginlega öll börn í leikskóla. Er kannski engin þörfá sögustund á bókasafninu lengur? Ekki vil ég nú segja það. Ég lít þannig á að sögustundarbörnin kynnist bókasafninu á annan hátt en aðrir gestir safnsins. Þessi böm heilsa mér úti í búð og þeim finnst þau svolítið eiga heima í bókasafninu. Sögustund er notaleg samvera og þetta eru væntanlega börnin sem verða okkar viðskiptavinir í framtíðinni. Muna vonandi eftir okkur og hugsa fallega til okkar. Hefurðu sjálf gaman af að lesa barna- og unglingabœkur? Já, ég reyni að lesa allar bama- og unglingabækur sem koma út, eða ég reyni það ekkert, ég geri það. Fœrðu borgað fyrir þennan lestur eins og tíðkast á sumum bókasöfnum erlendis? Nei, en það er nú einu sinni mitt áhugasvið að lesa þennan flokk bóka. Hvernig finnst þér íslenskar unglingabœkur? Mér finnst þær vera að batna. Margir athyglisverðir höfundar eru að skrifa núna, eins og Olga Guðrún Ámadóttir, Iðunn Steinsdóttir, Þórður Helgason Satt að seqja grunar mig að fullorðnír hafi Ktil áhrif á hvað krakkar lesa, Kátir krakkar í bókasafninu á Selfossi 29

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.