Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 23

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 23
BÖRN 06 /AENN|N6 „... Maður freístast riú alttaf tíl að fara út í tííraunastarfsemí.. Pétur Eggerz er einn af þremur stofnendum Möguleikhússins og hlaut viðurkenningu Islandsdeildar IBBY á þessu ári fyrir gott og mikilsvert starf í þágu barnamenningar á Islandi. Pétur stundaði leiklistarnám í London við The Webber Douglas Academy of Dramatic Art og lauk námi 1984. Leiðin lá til íslands og þar starfaði hann hjá Leikfélagi Akureyrar ífjóra vetur. Árið 1990 var leikhópur sá, sem varð síðan Möguleikhúsið, stofnaður en þetta barnaleikhús er með þeimfyrstu sem starfa hér á Islandi. Kristín Birgisdóttir tók Pétur Eggerz leikara tali um Möguleikhúsið og viðhorf til leiklistar fyrir börn á Islandi. Hún mœlti sér mót við Pétur í Möguleikhúsinu og það var ekki laust við að henni þœtti hún komin í œvintýraheim þar sem allt er mögulegt þegar Pétur hóf upp raust sína um barnaleikhús, menningararfinn, ríkjandi hugsunarhátt, fjölmiðla og vonir sínar og drauma. En tengdust draumarnir alltaf starfi í barnaleikhúsi? Nei, en mér þótti vanta barnaleikhús á íslandi, lík þeim sem eru í Evrópu og hugmyndir okkar þróuðust fljótlega í þá átt. Hvernig var hugmyndum um barnaleikhús tekið? Við vorum nú svo lítillát í byrjun að okkur datt ekki einu sinni í hug að sækja um styrki fyrstu tvö árin. - Það sýnir svolítið viðhorfið, bæði hjá manni sjálfum og öðrum, en það eru margir sem líta á sköpunarstarf fyrir börn sem eitthvað ómerkilegra en fyrir fullorðna. Af hverju er þessi hugsunarháttur svona ríkur hjáfólki? Það eru sjálfsagt margar ástæður fyrir því. Og margra ára ástæður - eða áratuga ... Alls staðar í þjóðfélaginu er sú hugsun gegnumgangandi að ef eitthvað er gert fyrir börn þá eigi það að vera ódýrara. Að mörgu leyti er þetta skiljanlegt. Hins vegar gerir fólk sér kannski ekki alveg grein fyrir hvar mörkin liggja. Það er svolítið annað að fá frítt fyrir fjögra ára barn í strætó en að fá frítt inn á barnaleiksýningu. Hverjir stofnuðu Möguleikhúsið með þér? Við vorum þrír sem stofnuðum það, Bjarni Ingvarsson, ég og Grétar Skúlason. Síðan kom Alda Arnardóttir inn og Grétar fór að gera annað, Stefán Sturla var með okkur í nokkur ár en í dag erum við þrjú sem rekum þetta: Ég, Bjarni og Alda. Einnig erum við með fólk í tímabundnum verk- efnum sem koma á einhvern hátt að sýningunum. Hver er staða Möguleikhússins núna, fáið þið reglulegan styrk tilykkar starfa? Nei, til dæmis vitum við ekkert í dag hvort við fáum krónu á næsta ári. Þið hugsið ykkar starfþá frá degi til dags —þarf ekki kjark til þess? Það þýðir ekkert að hugsa öðruvísi og ég sé enga breytingu í sjónmáli með það.

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.