Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 29
BÖRN OC MENNlNG
Stundum spyr fólk: Hver er tilgangurinn með
þessum bókum? Hvemig á góð barnabók að vera?
og fleira því um líkt. Því er til að svara að ég meina
ekki neitt með bókunum mínum, hvorki Línu
Langsokk né öðrum. Ég skrifa bara til að skemmta
barninu í sjálfri mér og vona að ég skemmti öðrum
bömum um leið.“
Astrid Lindgren fékk H.C.Andersen barnabóka-
verðlaunin sem stundum eru kölluð „Nóbels-
verðlaun barnabóka“ árið 1958, en það var í annað
sinn sem þau verðlaun voru veitt. Auk þeirra hefur
hún fengið ótal verðlaun og viðurkenningar, bækur
hennar hafa selst meira, verið prentaðar oftar og
þýddar á fleiri tungumál en bækur flestra annarra
rithöfunda og er það álit margra að hún væri löngu
búin að fá Nóbelsverðlaun ef hún skrifaði fyrir
fullorðna. Böm kunna líka vel að meta sögurnar
hennar - en eins og margir vita, á það ekki við um
bækur allra viðurkenndra barnabókahöfunda.
Þó er ekki þar með sagt að Astrid Lindgren hafi
aldrei fengið á sig gagnrýni. Bækur hennar hafa
verið gagnrýndar fyrir ýmsa hluti. Lína Langsokkur
var alltof sjálfstæð og sýndi fullorðna fólkinu ekki
virðingu, Kalli á þakinu var lyginn, Emil í Kattholti
svo óþekkur og uppátektasamur, jafnvel Bræðurnir
Ljónshjarta, sem mörgum þykir einhver fegursta
bók um ást og dauða sem hefur verið skrifuð fyrir
böm — og fullorðna, hún var of óraunveruleg eða
alltof sorgleg fyrir börn, eða eitthvað enn annað. Og
þessar aðfinnslur heyra ekki bara fjarlægri fortíð til,
alveg nýlega rakst undirrituð á langa grein í sænsku
blaði þar sem greinarhöfundur skammaðist út í Línu
Langsokk fyrir að hún væri heimsvaldasinni og
yfirstéttarstelpa með fullt af peningum, hún hagaði
sér þjóðfélagsfjandsamlega og hefði meira að segja
verið ómaklega vond við kennarann sinn. Lína væri
einhver versta fyrirmynd ungra barna í
samanlögðum barnabókmenntum og það væri mál
til komið að einhverjir almennilegir menn flettu
ofan af henni!
Astrid Lindgren hefur síst
af öllu látið skoðanir fullorðna
fólksins, félagsfræðinga, upp-
eldisfræðinga og bókmennta-
fræðinga hafa áhrif á sig, svo
lengi sem börnin elska
bækumar hennar. Og það gera
böm frá tveggja ára til áttræðs
út um allan heim.
Þeir eru ótaldir sem
bræðurnir Ljónshjarta hafa
huggað við missi systkina eða
sem hafa skemmt sér við uppátæki Emils í Kattholti,
Lína Langsokkur hefur orðið margri stelpunni
hvatning til dáða og einn ungan mann þekki ég sem
notaði bókina Á Saltkráku jöfnum höndum til að
létta sína eigin lund þegar á bjátaði, hugga vinkonu
sína í ástvinamissi og til að halda við
íslenskukunnáttu ungra íslenskra barna í skóla
erlendis.
Flestar bækur Astridar Lindgren hafa verið
þýddar á íslensku og hafa yfirleitt afbragðs
þýðendur annast það verk.
Lokaorðin hér eru úr viðtali sem Guðfinna
Ragnarsdóttir tók við Astrid Lindgren í janúar 1983.
Astrid segir:
„Það verða að vera til bækur sem hafa ekki neitt
annað markmið en að láta böm njóta lestrarins bara
lestrarins vegna. „Þakka þér fyrir að þú lýstir upp
erfiða æsku mína“ stóð á litlum miða sem ókunnug
kona rétti mér fyrir mörgum árum. Ég er ánægð ef
mér hefur tekist að lýsa upp dapra æsku þó ekki sé
nema einnar manneskju með bókunum mínum.
Ég veit ekkert hvernig góðar barnabækur eiga að
vera - af hverju spyr enginn hvernig góðar
fullorðinsbækur eigi að vera? Ég reyni að „segja
satt“ í listrænum skilningi þegar ég skrifa, það er
mitt einasta leiðarljós. Til að skrifa fyrir böm þarf
maður ekki einu sinni að eiga börn, maður þarf bara
að hafa verið barn - og muna nokkurn veginn
hvemig það var.“
Myndir með greininni eru teiknaðar af Mariku Delin og eru
úr bókinni Assar Bubbla sem hefur ekki verið þýdd á
íslensku. Assar Bubbla var meistaraþjófur sem stal handritinu
að Línu Langsokk, en þar sem það var hraðritað skildi hann
það ekki allt of vel svo að hann fór með það aftur til
höfundarins. Þar hitti Assar Bubbla fyrir Línu Langsokk,
hestinn hennar og apann, sem voru í kaffiboði hjá höfundi
sínum....
Heimildir:
„Astrid Lindgren segir sjálf frá.“ Bókablað MM des. 1989
Viðtal Guðfinnu Ragnarsdóttur við Astrid Lindgren Mbl. 16.
jan. 1983
Ord og bilder för barn och ungdom
II. Utblick över barn- och
ungdomslitteraturen. Rabén &
sjögren, Stockholm, 1986
Astrid Lindgren: Assar Bubbla.
Rabén & Sjögren, Stockholm,
1987.
Helga K. Einarsdóttir
27