Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 5

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 5
BÖRN 06 /'AENNiNG IBBY Samtökín Nú þegar tímaritið okkar hefur göngu sína í breyttu formi og undir nýju nafni, er ekki úr vegi að rifja aðeins upp sögu IBBY samtakanna og um hvað þetta allt saman snýst. IBBY er skammstöfun á enska heitinu The Intemational Board on Books for Young People, en það eru alþjóðleg samtök. IBBY deildir eru nú í rúmlega sextíu ríkjum víðsvegar um heim. Stofnandi samtakanna var þýsk kona að nafni Jella Lepman. Hún áleit að góðar bamabækur gætu „byggt brú“ milli þjóða heims, miðlað fróðleik og þar með skilningi milli ólíkra menningarsamfélaga. Samtök- in vom stofnuð í Sviss árið 1953 og þar em enn í dag aðalstöðvar þeirra. Þau hafa gert fæðingardag H.C. Andersens, 2. apríl, að alþjóðlegum barna- bókadegi. Markmið samtakanna em meðal annars að: * miðla skilningi milli þjóða með bamabókum * gefa bömum hvar sem er í heiminum tækifæri til að njóta góðra bóka * kynna og hvetja til útgáfu á framúrskarandi skáldverkum og myndrænum verkum fyrir börn og unglinga * stuðla að rannsóknum á bamabókmenntum * veita upplýsingar og ráðgjöf þeim sem vilja helga sig málefnum bamabókmennta * sameina þá aðila um allan heim, sem vinna að framgangi góðra bóka fyrir börn og unglinga. Annað hvort ár er haldin alþjóðleg ráðstefna þar sem ákveðið þema er tekið fyrir. Hin næsta verður haldin í september 1998 í Dehli og er yfirskrift hennar á ensku: „Peace through Children’s Books“ eða „Friður með tilstuðlan barnabóka“. Á þessum ráðstefnum em H.C. Andersen verð- launin veitt rithöfundi annars vegar og myndlistar- manni hins vegar fyrir feril hans. Mun ekki ofmælt, að þetta séu virtustu verðlaun sem veitt eru á vettvangi bama- og unglingabókmennta í heiminum, enda em þau oft nefnd „Litlu Nóbelsverðlaunin”. IBBY deildimar í hverju ríki geta tilnefnt sína lista- menn, en síðan sker tólf manna alþjóðleg dómnefnd úr um það, hverjir hljóti verðlaun hverju sinni. í tengslum við ráðstefnurnar mega IBBY deildirnar jafnframt tilnefna þrjár nýlega útgefnar bækur, sem þykja skara fram úr hver á sinn hátt, á heiðurslista IBBY samtakanna og heiðra þannig rithöfund, myndlistarmann og þýðanda. IBBY deildirnar þurfa að greiða gjald fyrir tilnefningamar og getur það verið fjárvana deildum töluverð blóðtaka. Á hinn bóginn hafa þær reynst afbragðskynning á viðkomandi bókum og hafa stuðlað að auknum þýðingum og útgáfu þeirra í öðrum ríkjum, enda hafa sýningar á þeim oft farið víða. Árið 1988 vom svokölluð IBBY-Asahi verðlaun veitt í fyrsta sinn. Japanska deildin stendur fyrir þeim í samvinnu við dagblaðið Asahi Shimbun. Verðlaunin, sem nema einni milljón japanskra jena, eru veitt árlega samtökum eða stofnun, sem gert hefur verulegt átak til að auka möguleika barna í landi sínu til að njóta bóka. Oftast hafa verðlaunin verið veitt til verkefna í þróunarríkjum, þó að á því séu undantekningar. Öllum IBBY deildum gefst kostur á að tilnefna til þessara verðlauna endurgjaldslaust. íslandsdeild IBBY Barnabókaráðið - íslandsdeild IBBY hefur starfað í tólf ár. Auk þess að taka þátt í alþjóðlegu og norrænu samstarfi eftir því sem efni og ástæður hafa leyft, hefur það staðið fyrir ýmis konar menningarstarfsemi hér heima, sýningum, ráð- stefnum og þess háttar viðburðum. Af föstum liðum í starfseminni ber kannski hæst viðurkenningarnar, sem veittar eru árlega á sumardaginn fyrsta, en þær eru veittar fyrir lofsvert framlag til barnamenningar á Islandi. Einnig hafa flest ár verið aðventusamkomur með kynningum á

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.