Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 32

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 32
BÖRN OC AAENN|N6 og Þorsteinn Marelsson. Undanfarin ár hafa komið fram ágætisbækur fyrir unglinga. Það gerðist eitthvað ífyrra ... Já, það virðist vera komin meiri alvara í unglingabækur. En auðvitað verður léttmeti að vera með. Á tímabili virtust flestar unglingabœkur vera afþreyingarbœkur... Já, og vanda- málin leystust of auðveldlega. En svo eigum við vissulega frábærar eldri bækur eins og Völu, Dóru og Kötlubækumar. En krakkarnir lesa þær ekki eins mikið og áður þótt reynt sé að vekja athygli þeirra á þeim. Satt að segja grunar mig að full- orðnir hafi lítil áhrif á hvað krakkar lesa. Það em frekar félagamir sem gera það. Eg tel að foreldrar hefðu mjög gott af því að lesa bækurnar sem krakkamir þeirra eru að lesa og að tala við þá um efni þeirra. Kannski eru unglingabækurnar einmitt ágætis umræðugrundvöllur fyrir unglinga og foreldra. — Það gæti líka verið góð hugmynd að koma þessum bókmenntum meira inn í námsefni skólanna. Undanfarin ár hafa bókasöfnin ekki eingöngu hvatt börn til að lesa, heldur er heilmikið um lestrarhvetjandi verkefni ískólum. Þurfum við að hafa áhyggjur af minnkandi lestri barna? Eg hef það á tilfinningunni að böm lesi svo sem ekkert minna núna en hér áður fyrr. Þegar ég var krakki urðu vinkonur mínar steinhissa ef ég vildi ekki fara út að leika af því ég var að lesa. „Ertu að lesa?“ Þær höfðu ekkert meiri áhuga á bóklestri en þessir krakkar sem við emm að vandræðast yfir í dag. Ég man ekki til þess að maður hafi verið hvattur til að lesa í eins ríkum mæli og böm em nú. Kannski er þessi hvatning svona áberandi af því að í dag er svo miklu meira í boði. Ég held að áður fyrr hafi krakkamir bara verið úti að leika sér en núna sitja þeir frekar yfir sjónvarpinu. Eða tölvunni. Það er mötunin sem hefur aukist svo mikið. Er kannski lögð meiri áhersla á magn bókanna en gœði ílestrarhvatningu? Ég held að vissum áfanga sé náð þegar þú lest bók og gleymir þér. Kemst inn í bókina. Mér fínnst eins og færri krakkar nú hafi upplifað þessa einstöku tilfinningu að verða einn með bókinni sinni. Nú er svo margt annað í boði en bóklestur; er barnastarf í bókasöfnum ekki kotnið í heilmikla samkeppni við annað sem börn geta gert? I raun og veru koma þau alltaf á safnið. En aðal- málið er að bömin finni að þau em velkomin og fái jafnvel sérstaka þjónustu. Hér hjá okkur reynum við að meðhöndla þau eins og þau séu merkilegasta fólkið. - Þau eiga auðvitað að vera það. Þau þurfa aðstoðina en hinir geta bjargað sér sjálfir og eru líka duglegri að biðja um aðstoð. Undanfarin ár hefur verið vaxandi samstarf með barnabókavörðum og nú er búið að stofna samstarfshóp og tölvupóstlista þar sem hœgt er að skrifast á og skiptast á skoðunum og upp- lýsingum. Hvert er markmiðið með samstarfinu? Við verðum að efla starf okkar með því að vinna meira saman að samræmingu barnastarfs og gera það fjölbreyttara, enda byggir barnastarfið í bókasöfnum hér á landi ekki á gamalli hefð. Þessi þáttur er í raun svo nýtilkominn. Finnst þér bókasöfn almennt nœgilega tengd við raunveruleika íslenskra barna? Það er spuming hvort við komum nægilega til móts við áhugamál þeirra. Kannski gemm við það ekki. En vilja þau þá koma í safnið og fá t.d. lánaðar nótur? Eða lesa um tónskáld eða íþróttafólk? Reyndar erum við bundin af íslenskum bókakosti sem er rýr hvað varðar fræði- og upplýsingarit. Ef þú mœttir útbúa veganesti fyrir ungu kynslóðina; hvað yrði í nestispakkanum ? Undirstaðan yrði náttúr- lega bókin, en ég vona að nú, þegar heilsdags- skólinn er víða orðinn að Heill heimur opnast á síðunum... ...við verðum að fylgjast vel með

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.