Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 21

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 21
BÖRN OC MENN|N6 (fv|v X Vigdís Grímsdóttir Gauti vinur minn Iðunn 1996 Gauti vinur minn (hér eftir Gauti) er fyrsta bamabók Vigdísar Grímsdóttur sem löngu er orðin kunn fyrir skáldsögur sínar, smásögur og ljóð. Hún var tilnefnd til Norrænu bamabókaverðlaunanna 1997. Sagan segir frá Gauta sem er 5 ára og nýrri vinkonu hans, hinni fertugu Beggu, en það er þó hvorki aldur Gauta né Beggu sem ákvarðar lesendahópinn því sagan getur höfðað til fólks á öllum aldri. Vigdís segir sjálf í viðtali að bókin sé „ætluð öllum bömum en ekki vissum aldursflokki“ (.Dagur-Tíminn, 14.11.1996) og hún hefur líka sagt að undirtitill bókarinnar hafi átt að vera Saga handa fullorðnum til að lesa fyrir krakka. Og saga handa krökkum til að hlusta á og lesa, en síðan horfið frá honum til að stýra ekki lestrinum um of. ('Vera, 1996; 15 (6),8). Það er Begga sem segir frá og leiðir lesandann á ferð hans um söguna, en hún gefur svo Gauta og öðrum persónum verksins orðið þegar á þarf að halda. Vigdís heldur sig þannig við fyrstu persónu frásagnarformið sem hefur verið ríkjandi í verkum hennar en býr til rými innan þess til að koma fleiri sjónarhomum að. Þetta má einnig sjá í síðustu tveimur skáldsögum hennar fyrir fullorðna, Z (Iðunn, 1996) og Grandavegi 7 (Iðunn, 1994). Það má því segja að sjónarhornið í Gauta verði í senn bemskt og fullorðinslegt eins og „draumamaður“ Gauta bendir á þegar hann segir að sameiginlegur draumur Gauta og Beggu sé „pínulítið of fullorðinslegur fyrir [Gauta] og pínulítið of barnalegur fyrir [Beggu]“ (87). Ein afleiðing þessa er sú að bókin er einkar vel til þess fallin að bam og fullorðinn njóti hennar saman eins og Gauti og Begga njóta saman ævintýraferðanna sem þau fara í. Gauti vinur minn er nokkurs konar ferðasaga án þess þó að persónurnar leggi áþreifanlegt land undir fót. Þær hverfa á vit ævintýrisins og fantasíunnar sem reynast vera þeirra eigin drauma- lönd. Gauta og Beggu dreymir sama drauminn á tíma vegna þess að „draumafilmur“ þeirra límdust óvart saman í draumaverksmiðjunni en lesandinn kemst ekki að því fyrr en undir lok sögunnar að leiðir þeirra hafa líklega aðeins legið saman í draumi beggja. Að þessu leyti sver sagan sig mjög í ætt við aðrar skáldsögur Vigdísar þar sem innri heimur persónanna er jafnan ráðandi og mörk hans og ytri veruleika þeirra ekki alltaf mjög skýr. Hér heldur persónan hins vegar ekki ein á vit draumsins heldur leiða þau Begga og Gauti hvert annað og er fallegt vináttusamband þeirra einn af meginþráðum sögunnar. Það er svo undir því komið að þeim' takist að muna drauma sína og láta anga þeirra teygja sig inn í vökuheim sinn að þessir ytri heimar þeirra nái einnig að snertast. Lok sögunnar virðast segja okkur að svo sé, þar hittast Gauti og Begga á ný með sama hætti og í upphafi textans líkt og þau séu að hittast í fyrsta sinn — en þó ekki. I draumaferðum sínum fara Gauti og Begga til „gula heimsins“ og „bláa heimsins“ og loks hitta þau draumamann Gauta í „venjulega heiminum“. Hreyfiafl sögunnar er auga sem Gauti finnur á götu á 5 ára afmælisdaginn sinn og kemur seinna í ljós að tilheyrir draumamanni hans sem fylgist stöðugt með honum og spinnur honum drauma. Sérhver manneskja á slíkan draumamann sem fæðist um leið og nýr einstaklingur kemur í heiminn og fylgir þessu jarðarbami út lífið allt þar sama 19

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.