Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 14

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 14
BÖRN OC /aENN|N6 w.. .Næsta bók er alltafsú besta.. Þrestirnir una sér í reynitrjánum sem skarta sínu fegursta á Sólvallagötunni þegar ég ber að dyrum hjá Brian Pilkington. Hann býr þar ásamt eiginkonu og ungum syni. Hann býður í bœinn, kurteis maður og glaðvœr og hlær við þegar ég ber uppfyrstu spurninguna. Er það satt, Brian, að þú sért orðinn íslendingur? Ég hef verið á íslandi í tuttugu ár og hélt ekki að það væri mér nauðsynlegt að sjá á prenti að ég væri íslenskur, enda hef ég aldrei haft neina tröllatrú á pappírsplöggum. Samt sem áður, kannske í tilefni af tuttugu ára „afmælinu“ dreif ég í því og nú er það sem sé skjalfest og ég íslenskur ríkisborgari! Það breytti ekki í sjálfu sér líðan minni svo mikið, ég varð ekki „meiri“ íslendingur fyrir bragðið, ætli ég sé ekki álíka mikill Islendingur og hver annar tvítugur maður - kannske aðeins meiri þar sem ég hef upplifað ísland sem fullvaxta maður öll þessi tuttugu ár. Svo á ég líka indæla nítján ára dóttur hér á landi og það treystir böndin enn frekar. Þú ert fœddur og uppalinn á Englandi? Einmitt, í Liverpool, sem er líklega fátækasta og skítugasta borg Evrópu. í dag er talað um Liverpool á sömu nótum og ýmis alvesöl þriðja heims fyrirbæri og eru það engar ýkjur, þarna er þriðji hver maður atvinnulaus og fátæktin hrikaleg. Þegar ég var að vaxa úr grasi var ástandið aðeins skárra. Segðu mérfrá uppvexti þínum. Foreldrar mínir voru báðir hjúkrunarfræðingar, og ég var annar í röð þriggja bræðra. Eru nokkrir listamenn ífjölskyldunni eða hvöttu foreldrarþínirþig til dáða á myndlistarsviðinu? Nei, eiginlega alls ekki. Minn myndlistarferill átti sér allt aðrar forsendur. Þannig var að mér gekk afleitlega í skóla, lesblinda hrjáði mig, en hún var alls ekki viðurkennt fyrirbæri þá. Mér gekk mjög illa með allar námsgreinar sem útheimtu lestur, svo sem sögu og landafræði, en gekk vel í reikningi og handavinnu. Var góð teiknikennsla í skólanum? Brian skellir uppúr og neitar því. Þetta var alveg hryllilegur skóli, satt að segja. Maður mætti í skólann klukkan níu og eyddi svo öllum sínum kröftum og útsjónarsemi í að komast lifandi út klukkan fjögur. Vonaði í lengstu lög að stóru strákarnir lemdu mann ekki í klessu, og þegar maður loksins eltist sjálfur tók maður til við að lemja þá litlu, segir Brian en tekst ekki að líta mjög illmannlega út. Ég hætti skólagöngu fjórtán ára og fór að vinna. Fyrsta starf mitt var sem skiltamálari, það er að segja sem lærlingur. Ég fékk að mála stóra fleti og bakgrunn og svoleiðis, og við þetta vann ég í eitt ár. Þá sá ég auglýsingu í blaði, þar sem boðið var upp á nokkurs konar iðnnám í myndskreytingum. Þetta var fimm ára nám og maður vann í fjóra daga, en gekk þann fimmta í skóla. Fyrir það voru greidd laun, lítil í fyrstu, en nálgaðist full laun í lokin. Þetta var eiginlega alveg ótrúlegur staður, hálfgerð eftirlegukind frá öldinni sem leið, eins og út úr sögu eftir Dickens! Þarna gengu risavaxnar M

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.