Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 4

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 4
BÖRN OC /v\ENN|N6 höfum víð svo hérl Kæri lesandi Hér hefur þú í höndunum fyrsta tölublað af breyttri útgáfu tímaritsins Börn og bœkur sem nú heitir Börn og menning. í tímans rás hafa fjölmargar áhugaverðar og skemmtilegar greinar birst í Börnum og bókum en fjárskortur og smæð ritsins gerðu það að verkum að of fáir fengu notið þess. í haust barst okkur myndarlegur styrkur frá Menntamálaráðuneytinu og þá var það samdóma álit stjórnar Islandsdeildar IBBY að ráðast í stækkun og eflingu blaðsins. Við kunnum ráðuneytinu bestu þakkir fyrir styrkinn. í kjölfarið þótti okkur nafnbreyting blaðsins tíma- bær, enda er flestum ljóst að lestur góðra bóka - sem er eitt af meginmarkmiðum IBBY samtak- anna - hlýtur að vera börnum og ungu fólki hvatning til að leiða hugann að öðru menningarefni sem þeim er boðið upp á. En hvert stefnir þetta blað annað en að skipta um útlit og nafn? Það er ósk okkar að Börn og menning verði einn af málsvörum menningar fyrir böm og ungt fólk á íslandi, jafnframt því að halda áfram í heiðri markmið IBBY samtakanna sem beinast að framgangi góðra bókmennta fyrir börn og ungt fólk og rétti þeirra til að njóta bókmennta á sínu eigin tungumáli. Vonandi vekur efni blaðsins gagnrýnar spurn- ingar sem geta leitt til frekari skilgreininga á fyrir- bærinu „bamamenning“ og hvemig hægt er að hlúa að þessu sviði menningarinnar börnum í hag. En em tengsl bama og menningar eitthvað sem þarf að huga sérstaklega að? Er „bamamenning“ ef til vill enn eitt hugtakið sem við fullorðna fólkið höfum fundið upp til að túlka athafnir bama og unglinga á okkar eigin hátt? Fyrir nokkmm ámm var til dæmis veggjakrot í augum fullorðinna ekki hluti af barnamenningu heldur eiturlyfjaheimi barna og unglinga og fáir virtust tengja krotið við sköpunarþörf þeirra. Treystum við bömum og ungu fólki til að vera virk og endurspegla sín viðhorf í heimi fullorðinna án þess að sölsa þau undir okkur? Hlustum við nógu vel á böm? Ut frá hvaða sjónarhorni er skrifað fyrir þau, samin tónlist, leikrit? Er þessi hluti menningarinnar metinn á sama hátt og menning fyrir fullorðna? Hvernig stendur á því að helstu barnabókahöfundar heims hafa ekki hlotið Bókmenntaverðlaun Nóbels? í Börnum og menningu munu fastir liðir skipa stóran sess en annað efni verður unnið í samræmi við þá umræðu og viðburði sem eiga sér stað á hverjum tíma. Þar sem Börn og menning er sérlegt málgagn íslandsdeildar IBBY, verða fréttir reglu- lega frá samtökunum hér heima og erlendis. Bamabókahöfundar og myndlistarmenn munu eiga sér vettvang í blaðinu og einnig umfjöllun sérfræð- inga um barnabækur og/eða leikrit. Að minnsta kosti eitt viðtal verður í blaðinu og í framtíðinni verður væntanlega ein grein sem tekur fræðilega á þessum þætti menningarinnar. Forsíðu Barna og menningar prýðir Ijósmynd eftir ungan og efnilegan ljósmyndara, Grétu S. Guðjónsdóttur. Hún útbjó glæsilega ljósmyndasýn- ingu í tengslum við alþjóðlega ráðstefnu bókavarða (IFLA) í Kaupmannahöfn í september á þessu ári, en þar var haldin sýning á bamastarfi í bókasöfnum á Norðurlöndum. Ljósmyndirnar voru sendar áfram til sýningar á Bókamessunni í Gautaborg. Það er augljóst að hér á landi er stór hópur fólks sem hefur áhuga á og vinnur ötullega að framgangi menningar fyrir börn og ungt fólk. Stundum eru orð til alls fyrst og því skulum við, og þar á meðal þú, kæri lesandi, koma skoðunum okkar og hugleiðingum á framfæri í Börnum og menningu og gera þannig skapandi starf fyrir og eftir börn sýnilegra og öflugra. Kristín Birgisdóttir 1

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.