Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 10

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 10
BÖRN OC MENN|NG TIÐINVl Fyrirmynd 30. nóvember 1997 var haldinn stofnfundur samtaka myndskreyta innan Félags íslenskra teiknara. Félaginu var gefið nafnið Fyrirmynd og er því ætlað að auka veg og virðingu myndskreyt- inga á Islandi og vinna að ýmsum hagsmunamálum félagsmanna, jafnframt því að auðvelda fólki að afla sér upplýsinga um góða myndskreyta. Stefnt er að fyrstu sýningu á myndskreytingum í Asmundar- sal í janúar 1998. Formaður Fyrirmyndar er Kristín Ragna Gunnarsdóttir. Þöll Nú í haust var formlega stofnaður samstarfshópur íslenskra barnabókavarða sem fékk nafnið Þöll. Hópurinn starfar innan Bókavarðafélags Islands og er opinn öllum þeim sem vinna á bókasöfnum. Til að skrá sig í hópinn er hægt að hafa samband við Kristínu Birgisdóttur í vinnusíma 566 6822 eða netfangið kribir@ismennt.is. Mörg bókasöfn geta státað af öflugu barnastarfi, en markmið Þallar er að efla samstarf barnabókavarða, gera það mark- vissara og metnaðarfyllra, miðla reynslu milli safna og stuðla þannig að umhverfi sem börn og ungt fólk sækir reglulega til afþreyingar og fræðslu. Vel mætt í Valhöll! Ahugafólk um bama- og unglingamenningu á Norðurlöndum kætist nú yfir nýjum fúndarstað og upplýsingauppsprettu á Inter- netinu: http://valhalla.norden.org. Þar fást nýjustu tíðindi af norrænum verkefnum, ráð- stefnum, styrkjum og forsendum styrkveitinga, nýjum ritum sem snerta börn og barnamenningu sem og ýmsar upplýsingar um nytsamleg heimilis- föng og tengsl. Ætlunin er að stækka Valhöll í ýmsar áttir á næstunni, meðal annars verður þar brátt að finna upplýsingar um norræna listamenn sem vilja vinna með börnum, auk þess verður þar vettvangur fyrir böm og unglinga til samskipta og aukinna kynna landa á milli. Fyrr var oft í koti kátt... Sýning á Arbœjarsafni tileinkuð bernskunni fyrr og nú. Um þessar mundir er verið að leggja lokahönd á nýja sýningu í Árbæjarsafni sem tileinkuð er bernskunni fyrr og nú. Ber þessi sýning heitið Fyrr var oft í koti kátt... Markmiðið með sýningu þessari er að varpa ljósi á bemsku íslenskra bama frá aldamótum og til dagsins í dag. Á sýningunni em leikföng bama í öndvegi. Auk þess gefur að líta þrjú heimili frá mismunandi tíma, bíósal og skólastofu. Gestir fara í heimsókn til Siggu, Óla og Gunnu. Þannig kynnast nútímabörnin ólíkum aðbúnaði barna áður fyrr, fortíðin lifnar við. Leikföng eru sett í „rétt“ umhverfi og auðveldara er fyrir gesti að bera saman nútíð og fortíð. Gestum gefst tækifæri til að skoða þessa nýju sýningu í desember en Árbæjarsafn verður opið tvo sunnudaga í aðventu, þann 7. og 14. desember frá kl. 13.00 til 17.00. Skólar og leikskólar geta eftir áramót pantað leiðsögn um sýninguna en formlega verður sýningin opnuð almenningi þegar sumar- dagskrá safnsins hefst þann 1. júní 1998. Af ráðstefnum: Málþing um bamabækur var haldið á vegum bókasafns Háskólans á Akureyri 13. septem- ber s.l. Fyrirlestra fluttu Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur og nefndist erindi hennar „Raddir bamabókanna“, Margrét Tryggvadóttir bókmenntafræðingur sem nefndi erindi sitt ,Setið í kjöltunni“, og Kristín Unnsteinsdóttir skólasafnvörður, en erindi hennar nefndist „Margt er undrið; þróun sjálfsmyndar mannsins eins og hún birtist í Sögunni af Kisu kóngsdóttur“. Einnig fjallaði Magnea frá Kleifum rithöfundur um það hvernig barnabók verður til. Fólki var sýnt nýtt húsnæði háskólabókasafns en þar stóð yfir sýning á verkum Sigrúnar Eldjám. 8

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.