Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 18
BÖRN OC ^aENN|N6
Segðu mér að lokum frá sýningu á verkum þínum
sem var opnuð í Hafnarborg nú í nóvemberlok.
Þetta er stór yfirlitssýning, og stendur út desember
— nokkurs konar „afmælissýning“ dvalar minnar
hér. Þarna verða 50 til 60 myndir, þær skiptast í
tvennt, að mestum hluta verða þar myndir úr
barnabókum, hinn hlutinn er dýramyndir. í heild
verður sýningin ansi jólaleg, því ég hef gert margar
„jólabækur“ og þama verða jólakort og fleira. Þetta
verður sýning fyrir börn á öllum aldri.
Veisla þrastanna í reynitrjánum á Sólvalla-
götunni er enn í fullum gangi, þegar ég kveð Brian
og þakka fyrir spjallið. Seint verður fullþökkuð sú
tuttugu ára myndaveisla sem við höfum notið af
hans hendi og vonandi stendur hún óslitið lengi
enn.
Myndir með viðtalinu eru eftir Brian Pilkington.
Guðrún Hannesdóttir
Meðal bóka á íslensku sem Brian Pilkington
hefur myndskreytt eru þessar:
Guðrún Helgadóttir. Ástarsaga úrfjöllunum. 1981
Þórarinn Eldjárn. Jólasveinaheimilið: vettvangs-
könnun. 1982
Gilitrutt. 1982
Auður Haralds. Elías. 1983
Þráinn Bertelsson. Hundrað ára afmælið. 1984
Auður Haralds. Elías áfullriferð. 1985
Auður Haralds. Elías í Kanada. 1985
Ingibjörg Sigurðardóttir. Blómin á þakinu. 1985
Auður Haralds. Elías, Magga og rœningjarnir. 1986
Hrafnhildur Valgarðsdóttir. Kóngar í ríki sínu. 1986
Svavar Gests. Bestu brandarar Svavars Gests: ellefu
hundruð og ellefu skrýtlur og skopsögur. 1986
Auður Haralds. Elías kemur heim. 1987
Herdís Egilsdóttir. Rympa á ruslahaugnum. 1987
Kristín Steinsdóttir. Franskbrauð með sultu. 1987
Kristín Steinsdóttir. Fallin spýta. 1988
Kormákur Sigurðsson. Staðfastur strákur. 1988
Pilkington, Brian. Örkin hans Nonna. 1988
Hrafnhildur Valgarðsdóttir. Kóngar í ríki sínu og
prinsessan Petra. 1988
Kristín Steinsdóttir. Stjörnur og strákapör. 1989
Haraldur S. Magnússon. Raggi litli í jólasveina-
landinu. 1990
Vísnabók Iðunnar. 1990
Pilkington, Brian. Afi gamli jólasveinn. 1990
Haraldur S. Magnússon. Raggi litli í sveitinni. 1991
Pilkington, Brian. Afi gamli jólasveinn í sirkus. 1991
Guðrún Helgadóttir. Velkominn heim Hannibal
Hansson. 1992
Pilkington, Brian og Nanna Rögnvaldardóttir. Dýraríki
Islands undraheimur íslenskrar náttúru. 1992
Pilkington, Brian. íslenskir fuglar. 1992
Andrés Indriðason. Tröll eru bestu skinn. 1993
Jón Hjartarson. Snoðhausar. 1993
Pilkington, Brian, Ólafur Gunnarsson. Snæljónin.
1993
Rósa Eggertsdóttir. Stafur á bók: leiðbeiningar í
stafsetningu ásamt æfingum. 1993
Pilkington, Brian. Jólaævintýri afa gamla. 1993
Sölvi Sveinsson. Islensk orðtök: með skýringum og
dæmum úr daglegu máli. 1993
Haraldur S. Magnússon. Raggi litli og týndi jóla-
sveinninn. 1994
Haraldur S. Magnússon. Raggi litli og konungs-
dóttirin. 1995
Pilkington, Brian & Kate Harrison. Tóta og tjú tjú.
1995
Amheiður Borg. Listin að lesa og skrifa. 1996
Arnheiður Borg, Rannveig Löve. Mús í móa. 1996
Arnheiður Borg, Rannveig Löve. Oli ogAsa. 1996
Amheiður Borg, Rannveig Löve. Sísí og Lóló. 1996
Haraldur S. Magnússon. Raggi litli og Pála kanína.
1996
Jón Hjartarson. Nornin hlær. 1997
Bryndís Bragadóttir. Leikirá léttum nótum. 1997
Hrafnhildur Valgarðsdóttir. Kóngar í ríki sínu: og
prinsessan Petra. 1997
Guðrún Helgadóttir og Brian Pilkington. Englajól.
1997.
Iðunn Steinsdóttir. Út í víða veröld. 1997.
16