Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 19

Börn og menning - 01.02.1997, Blaðsíða 19
BÖRN o C /AEN^lNG R'tÍjcIlwi Kristín Viðarsdóttir SUmaI ktð’ Olga Guðrún Árnadóttir Peð á plánetunni jörð Mál og menning 1995 Olga Guðrún Árnadóttir hefur sent frá sér þrjár skáldsögur, Búrið (1977), Veginn heim (1982) og Peð á plánetunni jörð (1995, hér eftir nefnd Peðið), er fjalla um ungar stúlkur, börn eða unglinga, sem standa frammi fyrir stórum vanda- málum í nánasta umhverfi sínu. Allar verða þær leiksoppar ytri afla sem hefta þær á einhvern hátt og koma í veg fyrir að þær fái notið sín. Einnig eiga þessi verk það sameiginlegt að söguhöfundur stillir sér þétt upp við „skjólstæðing“ sinn og talar máli hans gegn því ytra kerfi sem kúgar hann. Vegurinn heim segir frá Hildi sem er 11 ára og baráttu hennar við að fá að ráða örlögum sínum eftir skilnað foreldra sinna, en Búrið og Peðið fjalla báðar um unglingsstúlkur sem eiga í útistöðum við óréttlátt og heftandi skólakerfi. I Búrinu er þetta meginþráður verksins þótt samskipti aðalpersónunnar, Ilmar, við foreldra og aðra ástvini komi einnig við sögu, en í Peðinu fá slík samskipti mun meira rými og umræðan um skólann fléttast saman við umræðu um vináttu, samband kynjanna, útlitsfordóma og aðra þætti sem skipta máli í lífi aðalpersónunnar Möggu Stínu. Hin 14 ára Magga Stína er jafnframt sögumaður bókarinnar og sjónarhom hennar og talsmáti ráða því ferðinni. Við sjáum skólann, heimilið og vinina P£ Ð — i * með hennar augum og fylgjumst með því hvemig skilningur hennar á sjálfri sér og umhverfinu breytist eftir því sem á líður söguna. Magga Stína segir oftast frá atburðum í þátíð en hefur þó ekki yfirsýn yfir framvindu sögunnar og verður formið því líkt dagbókarformi þar sem einn dagur er tekinn fyrir í einu. Með þessari frásagnaraðferð kynnist lesand- inn Möggu Stínu og vangaveltum hennar mjög vel og verður eins og trúnaðarvinur sem fær að fylgjast með og taka þátt í lífi hennar um skeið. Tónninn í frásögn Möggu Stínu er svolítið kæruleysislegur og meinhæðinn en slíkur tónn virðist vera nokkuð vinsæll í bókmenntum fyrir og eftir ungt fólk í dag (dæmi um þetta frá síðasta ári eru Regnbogi í póstinum eftir Gerði Kristnýju, 101 Reykjavík Hallgríms Helgasonar, Á lausu eftir Smára Frey og Tómas Gunnar og Bert bækur Anders Jacobssons þótt þetta séu annars ólíkar bækur). Magga Stína er þó enginn sérstakur töffari heldur fyrst og fremst metnaðarfull og skapandi stelpa sem pælir mikið í umhverfi sínu og tengslum sínum við aðra. Hún er haldin ríkri réttlætiskennd og þorir að láta skoðanir sínar í ljós og er að því leyti „óskaafkvæmi ’68 17

x

Börn og menning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Börn og menning
https://timarit.is/publication/1541

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.